Sagan á bak við fánann og Michael Jordan á verðlaunapalli ÓL í Barcelona 1992 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 23:30 Michael Jordan með fánann yfir öxlinni. Samsett/Myndir frá Getty Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Kannski vakti það athygli einhverja sem skoðuðu myndir frá þessum atburði að Michael Jordan var með risastóran bandarískan fána yfir öxlinni í verðlaunaafhendingunni. Það er nefnilega ástæða fyrir því að Jordan mætti með þennan fána og það var ekki þörf hans fyrir að sýna opinberlega ást sína á Bandaríkjunum.This Day In 1992: The “Dream Team” wins gold in Barcelona. Nike endorser Michael Jordan famously covers the Reebok logo on his podium jacket with an American flag. MJ almost didn’t play on the team because of the impending Reebok conflict. (Champion had uniform rights). pic.twitter.com/UF73JBsT7M — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Samstarf Michael Jordan og íþróttavöruframleiðandans Nike átti eftir að breyta öllu hvað varðar slíka samning hjá íþróttafólki. Jordan gerði Nike að gríðarlega vinsælu íþróttavörumerki og á meðan hann var að spila þá kom út nýr Jordan skór á hverju ári. Vandamálið við samstarf Nike og Michael Jordan var að samningur bandaríska Ólympíuliðsins var við Reebok. Jordan átti meira að segja að hafa íhugað það að spila ekki með bandaríska liðinu vegna þess. Jordan var hins vegar með og bandaríska draumaliðið lék sér að öllum andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið 1992. Michael Jordan og aðrir leikmenn þurftu að mæta í bandaríska Ólympíujakkanum á verðlaunaafhendinguna eftir að gullið var í höfn og á honum sást Reebok merkið vel. Jordan fann hins vegar lausn á þessu vandamáli. Hann mætti með gríðarlega stóran bandarískan fána sem faldi umrædd Reebok merki. Jordan var þarna nýbúinn að skrifa undir 25 milljón dollara samning við Nike og var ekki tilbúin að láta sjá sig í Reebok klæðnaði. Charles Barkley, þá góður vinur Jordan, og Magic Johnson mættu einnig með bandaríska fánann yfir öxlinni á þessa verðlaunaafhendingu. NBA Ólympíuleikar Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira
Í gær voru liðin 27 ár síðan að Michael Jordan og félagar í bandaríska draumaliðinu urðu Ólympíumeistarar eftir 32 stiga sigur á Króatíu í úrslitaleik Ólympíuleikanna í Barcelona. Kannski vakti það athygli einhverja sem skoðuðu myndir frá þessum atburði að Michael Jordan var með risastóran bandarískan fána yfir öxlinni í verðlaunaafhendingunni. Það er nefnilega ástæða fyrir því að Jordan mætti með þennan fána og það var ekki þörf hans fyrir að sýna opinberlega ást sína á Bandaríkjunum.This Day In 1992: The “Dream Team” wins gold in Barcelona. Nike endorser Michael Jordan famously covers the Reebok logo on his podium jacket with an American flag. MJ almost didn’t play on the team because of the impending Reebok conflict. (Champion had uniform rights). pic.twitter.com/UF73JBsT7M — Darren Rovell (@darrenrovell) August 8, 2019Samstarf Michael Jordan og íþróttavöruframleiðandans Nike átti eftir að breyta öllu hvað varðar slíka samning hjá íþróttafólki. Jordan gerði Nike að gríðarlega vinsælu íþróttavörumerki og á meðan hann var að spila þá kom út nýr Jordan skór á hverju ári. Vandamálið við samstarf Nike og Michael Jordan var að samningur bandaríska Ólympíuliðsins var við Reebok. Jordan átti meira að segja að hafa íhugað það að spila ekki með bandaríska liðinu vegna þess. Jordan var hins vegar með og bandaríska draumaliðið lék sér að öllum andstæðingum sínum á Ólympíuleikunum í Barcelona sumarið 1992. Michael Jordan og aðrir leikmenn þurftu að mæta í bandaríska Ólympíujakkanum á verðlaunaafhendinguna eftir að gullið var í höfn og á honum sást Reebok merkið vel. Jordan fann hins vegar lausn á þessu vandamáli. Hann mætti með gríðarlega stóran bandarískan fána sem faldi umrædd Reebok merki. Jordan var þarna nýbúinn að skrifa undir 25 milljón dollara samning við Nike og var ekki tilbúin að láta sjá sig í Reebok klæðnaði. Charles Barkley, þá góður vinur Jordan, og Magic Johnson mættu einnig með bandaríska fánann yfir öxlinni á þessa verðlaunaafhendingu.
NBA Ólympíuleikar Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Fleiri fréttir Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Sjá meira