Menning

Kolbrún býður fram krafta sína í leikhússtjórann

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir hefur mikla reynslu úr leikhúsgeiranum.
Kolbrún Halldórsdóttir hefur mikla reynslu úr leikhúsgeiranum. Fréttablaðið/Stefán
Kolbrún Halldórsdóttir, leikhússtjóri og fyrrverandi alþingismaður, er meðal umsækjenda um starf Þjóðleikhússtjóra. Frestur til að sækja um starfið rennur út í dag.

„Ég er búin að senda inn umsóknina,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir í samtali við Vísi.

Hún bætist í hóp reynslumikilla umsækjenda um starfið. Má þar nefna núverandi Þjóðleikhússtjóra Ara Matthíassonar, Kristínu Eysteinsdóttur Borgarleikhússtjóra og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóra.

„Það er alltaf gott þegar margt hæft fólk sækir um svona embætti. Það skiptir svo máli að það veljist vel í það. Það er flott að hafa þetta marga kosti af hæfum einstaklingum,“ bætir Kolbrún við.

Auk fyrrnefndra hefur Brynhildur Guðjónsdóttir lýst yfir áhuga á starfinu. Hún vildi ekki staðfesta að hún ætlaði að sækja um en sagðist mjög spennt að sjá hvaða nöfn kæmu upp úr hattinu þegar nöfn umsækjenda verða birt.

Nýtt Þjóðleikhúsráð tók til starfa í dag en fráfarandi ráð sagði af sér á einu bretti til að ráðning í starfið yrði yfir vafa hafin.


Tengdar fréttir

Magnús Geir sækir um starf Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Þetta tilkynnti Magnús Geir samstarfsfólki sínu í Efstaleitinu í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×