Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 10:47 Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fleiri fréttir „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32