Biles í sérflokki í fimleikasögunni Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. október 2019 16:15 Simone Biles er einn ótrúlegasti íþróttamaður heims vísir/getty Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“ Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira
Fimleikastjarnan Simone Biles skrifaði nafn sitt enn og aftur í sögubækurnar um helgina þegar hún vann til fimm gullverðlauna á HM í fimleikum sem fór fram í Þýskalandi. Biles sigraði því í fimm greinum af sex en þurfti að láta fimmta sæti duga á tvíslá. Með því er Biles búin að vinna til 25 verðlauna á HM í fimleikum, þar af 19 gullverðlauna og bætti hún um leið 23 ára gamalt met fimleikakappans Vitaly Scherbo sem vann til 23 verðlauna. Þessu náði Biles á sex mótum eftir að hafa tekið sér árs frí og því misst af HM 2017 í Montreal til að hvílast. Fyrr á mótinu bætti Biles metið yfir flest verðlaun í kvennaflokki með 21 verðlaunum sínum og er erfitt að sjá einhvern hagga við meti Biles á næstu árum. Biles sem varð 22 ára fyrr á þessu ári var í sérflokki á Ólympíuleikunum í Ríó 2016 þar sem hún vann til fimm verðlauna. Biles hefur sjálf talað um það að Ólympíuleikarnir 2020 verði líklegast hennar síðustu. Andrea Sif Pétursdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins í hópfimleikum og fimleikakona ársins 2018 á Íslandi, fer fögrum orðum um Biles þegar Fréttablaðið heyrir í henni. „Þetta er í raun hætt að koma manni á óvart, ég átti von á því að hún myndi vinna þetta allt saman í ár og hún stóðst allar þær væntingar. Þrátt fyrir að hafa lent í fimmta sæti á tvíslá sem á að vera hennar veikasta grein er hún í fimmta sæti í heiminum. Í úrslitunum gerði hún nýjan hlut sem enginn hefur séð áður. Það er erfitt að vera frábær í öllu en henni tekst það. Hún virðist oft ekki mennsk,“ segir Andrea hlæjandi, aðspurð hvort Biles sé hætt að koma henni á óvart. „Hún sýndi nýtt stökk á tvíslá sem enginn annar hefur gert og sýndi önnur tvö ný stökk sem voru skráð eftir henni. Það var eitthvað sem hún hefur verið að æfa og undirbúa lengi og hún valdi HM til að frumsýna ný stökk á öllum áhöldunum. Vonandi sýnir hún svo eitthvað nýtt á Ólympíuleikunum næsta sumar.“ Auk þess að vera ein besta fimleikakona heims hefur Biles heillað með háttvísi sinni og virðingu fyrir keppinautunum. „Ofan á allt saman er hún frábær persóna. Hún hrósaði öllum keppinautum sínum á HM og óskaði þeim til hamingju með góðan árangur eftir atrennur sínar þrátt fyrir að þær væru að mætast í einstaklingsíþrótt.“
Bandaríkin Fimleikar Mest lesið Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ Fótbolti „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Handbolti Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Íslenski boltinn Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Fótbolti Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Fótbolti Fleiri fréttir Læti fyrir leik í Póllandi Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Íslandsmet féll í Andorra „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Damir þakkar fyrir sig eftir stutta dvöl í Asíu Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Steinhissa á að leikmaður sinn væri mættur á úrslitaleikinn Sjáðu Ísold kasta sér yfir línuna þegar Íslandsmet féll Fanndís kölluð inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Ólympíumeistari handtekinn fyrir ölvunarakstur „Sumir þurftu því miður að yfirgefa svæðið“ „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Lífsferill íþróttamannsins: Dökkar hliðar afreksíþrótta Dómari í máli Maradona hættir vegna umdeildrar þátttöku í heimildaþáttaröð „Skeptískir að einhver Íslendingur gæti gert Brann að góðu fótboltaliði“ Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button Hólmbert skiptir um félag Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Munda missir af landsleik vegna útskriftar úr Harvard Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Sjá meira