Golf

Tiger upp um sex sæti eftir sigurinn á Masters

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigurreifur Tiger.
Sigurreifur Tiger. vísir/getty
Eftir sigurinn á Masters er Tiger Woods kominn upp í 6. sæti heimslistans í golfi. Hann stekkur upp um sex sæti á milli vikna.

Tiger kom, sá og sigraði á Masters um helgina og vann sitt fyrsta risamót í ellefu ár, eða síðan hann vann Opna bandaríska 2008. Þetta var fimmti sigur hans á Masters.

Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum. Jack Nicklaus á metið en hann vann 18 risamót á árunum 1962-86.

Á undanförnum mánuðum hefur Tiger tekið stór stökk á heimslistanum. Í nóvember 2017 var hann í 1199. sæti heimslistans en í árslok 2018 var hann kominn upp í 13. sætið.

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, sem endaði í 2.-4. sæti á Masters, er á toppi heimslistans. Hann hefur sætaskipti við Englendinginn Justin Rose sem átti ekki gott Masters-mót.

Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hefur sætaskipti við Norður-Írann Rory McIlroy í 3. sætinu. Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas er fimmti.

Stöðu efstu tíu manna á heimslistanum má sjá hér fyrir neðan.




Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann

Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.

Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið

Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum.

Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum

Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×