Golf

Sjáðu gæsahúðarmyndband Nike eftir sigur Tiger

Anton Ingi Leifsson skrifar
Skemmtileg syrpa af fögnuði Tiger.
Skemmtileg syrpa af fögnuði Tiger. vísir/getty

Nike hefur verið einn aðalstyrktaraðilli Tiger Woods í gegnum tíðina og hefur Tiger verið eitt helsta vörumerki íþróttaframleiðandans.

Framleiðandinn hætti aldrei að styðja við bakið á Bandaríkjamanninum þrátt fyrir hæðir og lægðir og þeir uppskáru heldur betur í dag er Tiger vann sitt fyrsta risamót í langan tíma.

Af því tilefni ákváðu þeir að búa til ansi hjartnæmt myndband sem þeir sendu út á samfélagsmiðla í kvöld þar sem er fjallað um framgöngu Tiger undanfarin ár.

Sjón er sögur ríkari en myndbandið er hér að ofan sem endar á einkennisorðum Nike: Just do it.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.