Golf

„Ekki til sá kylfingur í heiminum sem er ekki ánægður með sigur Tiger“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger klæddur í græna jakkann.
Tiger klæddur í græna jakkann. vísir/getty

Tiger Woods vann sinn fimmtánda risatitil í dag er hann sigraði Masters-mótið. Kylfingurinn Padraig Harrington segir kylfinga gleðjast fyrir hönd Tiger.

Þetta var fyrsti sigur Tiger á risamóti síðan 2008 og hans fimmtándi risatitill eins og áður segir en þetta var fimmti sigurinn á Masters-mótinu.

Padraig Harrington hefur unnið þrjú risamót yfir ævina og hann segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það er gleði í golf samfélaginu.

„Það er ekki kylfingur í heiminum sem er ekki ánægður með að Tiger hafi unnið. Í nútímanum hefur hann verið golf og íþrótta súperstjarna,“ sagði Padraig.

„Þessi endurkoma mun fara úr golfinu í allar íþróttir, allar fréttir. Þetta mun vera allsstaðar. Það mun vera fólk sem horfir aldrei á golf og mun sjá þetta á morgun og hugsa um hvað þetta snýst.“


Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann

Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.

Sjáðu Tiger vinna Mastersmótið

Tiger Woods fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi í dag eftir harða og spennandi toppbaráttu. Þetta var hans fimmti sigur á Mastersmóti og fimmtándi risatitill á ferlinum.

Tiger: Einn af erfiðustu sigrunum

Tiger Woods vann sinn fyrsta risatitil í ellefu ár þegar hann stóð uppi sem sigurvegari á Masters mótinu í golfi í dag. Woods hefur gengið í gegnum ýmislegt á leiðinni og fagnaði sigrinum eins og hann hefði verið hans fyrsti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.