Golf

Twitter eftir sigur Tiger: „Er ekki örugglega eðlilegt að tárast yfir golfi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tiger fagnar sigrinum.
Tiger fagnar sigrinum. vísir/getty
Tiger Woods kom, sá og sigraði á Masters mótinu í golfi í dag en þetta var fimmti græni jakkinn sem Tiger vinnur.

Hann var ískaldur á síðasta hringnum og spilaði frábært golf. Hann endaði einu höggi á undan Brooks Koepka, Dustin Johnson og Xander Schauffele.

Einungis Jack Niclaus hefur klæðst græna jakkanum oftar en Tiger en hann vann mótið sex sinnum. Tiger vantar því einn sigur til að jafna Jack.
Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann

Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.