Strákarnir fá „tossamiða“ eftir leiki Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 17. janúar 2019 11:21 Arnór Þór fékk miða í gær en hér má sjá miða sem Elvar Örn Jónsson fékk eftir leikinn gegn Japan. vísir/getty/hsí Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Arnór Þór Gunnarsson, hornamaður íslenska landsliðsins í handbolta, var sáttur með sigurinn á Japan í gær en það reyndist erfiðara en margir bjuggust við að draga hann að landi. „Við vissum fyrir leikinn að þetta yrði hörkuleikur. Við horfðum á allan leikinn þeirra með Spáni og eftir það horfðum við á klippur hjá Gumma. Þeir fengu hörku sjálfstraust eftir leikinn á móti Spáni,“ sagði Arnór Þór eftir leikinn í gær. „Mér finnst þeir bara góðir. Þeir eru ótrúlega snöggir á löppunum og erfitt að eiga við þá.“ Íslensku strákarnir hafa verið að fjúka svolítið út af með tvær mínútur og finnst Arnóri línan hans lin. „Mér persónlega finnst verið að dæma of mikið af tveimur mínútum. Svona er þetta bara samt. Við þurfum kannski að vera aðeins klókari og vera fljótari að sleppa þeim,“ sagði hann en nú er það Makedónía í dag. „Makedónía er með frábært lið. Þeir eru með Lazarov sem er frábær, Ristovski í markinu og Manaskov í horninu. Þetta er hörkulið og eru að spila sjö á sex þannig að við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir þann leik.“ Arnór hjálpaði fréttamönnum Vísis eftir leik og kallaði þá aftur inn á viðtalssvæðið þegar að þeir höfðu gleymt honum. Arnór vissi nefnilega að hann ætti að fara í viðtal við Vísi og Stöð 2. Kjartan Vídó, fjölmiðlafulltrúi HSÍ, tekur nefnilega við beiðnum pressunnar í gegn WhatsApp og lætur svo strákana fá það sem hann hefur í góðum húmor kallað „tossamiða“. „Kjartan Vídó lét mig fá blað sem á stendur Arnór, RÚV, Stöð 2, MBL. Takk fyrir takk,“ sagði Arnór Þór Gunnarsson léttur að lokum og fór í sturtu.Klippa: Arnór - Verður erfiður leikur
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00 Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Þetta vitum við um landslið Makedóníu sem mætir Íslandi á HM í dag Vísir skorað mótherja íslenska landsliðsins en Makedónía getur komið í veg fyrir að strákarnir okkar komist í milliriðil. 17. janúar 2019 11:00
Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Ísland lenti í talsverðu basli en náði að innbyrða fjögurra marka sigur á Japan 25-21 á HM í handbolta í gær. Strákarnir okkar mæta Makedóníu í kvöld í hreinum úrslitaleik um hvaða lið fer í milliriðlana og hvaða lið fer í Forsetabikarinn. 17. janúar 2019 10:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni