Torsóttur sigur á Japan stillir upp hreinum úrslitaleik í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 17. janúar 2019 10:00 Íslensku leikmennirnir fagna sigrinum á Japan í gær sem gerir það að verkum að þeir eiga enn möguleika á að komast í milliriðilinn í Köln. Fréttablaðið/AFp Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Ísland lenti í talsverðu basli en öflugur varnarleikur skilaði liðinu yfir marklínuna í 25-21 sigri á Japan í HM í handbolta í gær. Þetta var næstsíðasti leikur Íslands í riðlinum og gerðu íslensku leikmennirnir sitt. Nú er aðeins einn leikur eftir og það hreinn úrslitaleikur gegn Makedóníu. Íslenska liðið nýtur góðs af því að fá nokkrar klukkustundir við viðbótar í hvíld áður en flautað verður til leiks í München í dag sem gefur þjálfarateyminu lengri tíma til undirbúnings. Íslenska liðið var með frumkvæðið stærstan hluta leiksins í gær en Strákunum okkar gekk illa að ná góðu forskoti gegn spræku liði Japans. Japanska liðið hefur tekið miklum framförum undir stjórn Dags Sigurðssonar og gáfust þeir aldrei upp. Ísland náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútum leiksins en Japan hélt Íslandi í sjö mörkum síðustu 23 mínútur fyrri hálfleiks og var munurinn aðeins eitt mark í hálfleik. Það sama var upp á teningnum framan af í seinni hálfleik. Ísland var skrefinu á undan en Japan var aldrei langt undan. Var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins þegar íslenska vörnin skellti í lás og hleypti aðeins inn einu marki á síðustu sjö mínútum leiksins að íslenska liðinu tókst að hrista japanska liðið af sér og innbyrða sigur. Stefán Árnason, álitsgjafi Fréttablaðsins, hreifst af spilamennsku japanska liðsins í leiknum. „Þetta var ekki nægilega góð spilamennska hjá Íslandi, okkar slakasta í keppninni til þessa, en ég verð að hrósa japanska liðinu. Þeir hafa verið sprækir á þessu móti og eru að búa til hörku lið. Dagur er listamaður, það er ótrúlegt hvað hann hefur gert með þetta japanska lið.“ Eftir góða byrjun fjaraði undan sóknarleik Íslands í gær. „Sóknarleikurinn var stirður og við náðum ekki sama flæði í og í undanförnum leikjum. Hornamennirnir voru góðir gegn Japan en það kom ekki mikið frá útileikmönnunum. Það sást vel hvað Aron er mikilvægur þessu liði, íslenska liðið spilar eins og Aron spilar og hann átti ekki sinn besta dag í gær,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Aron hefur verið að gefa tóninn í byrjun leikja og óskandi að hann geri það aftur í dag en mennirnir í kringum hann þurfa að stíga upp.“ Það verður erfitt fyrir Ísland að takast á við sókn Makedóníu í dag. „Riðillinn hefur spilast eins og búist var við, það er hreinn úrslitaleikur og allt undir gegn Makedóníu. Þetta verður forvitnilegur leikur. Búið er að vinna þessa tvo skyldusigra og nú er allt undir. Nú kemur í ljós úr hverju liðið okkar er gert. Lykilatriðið er að stoppa Makedóníu í sókninni. Þeir spila með auka mann í sókninni, oftast með tvo línumenn sem eru tröllvaxnir og það mun reyna á liðið að takast á við það. Ég tel að við þurfum að eiga okkar besta leik til að vinna í dag. Makedónía telur sig vera með lið sem vinnur Ísland og Ísland þarf að fá þennan anda sem var á móti Króatíu, íslensku geðveikina.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna „Eins og íslenska krónan, okkur vantar stöðugleika“ Uppgjörið: Haukar - ÍR 23-22 | Dramatískur sigur hjá Haukakonum EM í dag: EHF ekki í neinu uppáhaldi hjá Degi Sig og öðrum Íslendingum Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Eyjakonur lifðu af stórleik Ethel Gyðu í Eyjum Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ „Gjörsamlega glórulaust“ EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Misjöfn dagsverk á fyrstu æfingu í Herning „Tvö best spilandi lið heims að mætast“ Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Flottir fulltrúar lands og þjóðar á sögulegri stundu Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Aron vann brons og bætti enn við rós í hnappagat íslenskra þjálfara Svona var fundur Íslands og Danmerkur í Herning Lærisveinn Alfreðs gafst upp og skipti um herbergi Hægt að kjósa fimm Íslendinga í stjörnulið EM Óðinn stórkostlegur: „Þessi ákvörðun var spot on hjá Snorra“ Danir kokhraustir: „Fílingurinn sá að þennan leik eigi þeir að vinna“ Grétar Ari snýr aftur heim í Hauka Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Guðni með uppörvandi upprifjun fyrir slaginn við Dani Engar hópferðir Íslendinga til Herning Skuldar þjálfara Dana öl „Sem faðir er mikil þjáning að fylgjast með þessu“ Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Farseðill á næsta stórmót í höfn Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti