Hentu öllu frá sér og ferðuðust um heiminn í sex mánuði Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2019 14:27 Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni. Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Hver hefur ekki hugsað um að segja upp vinnunni, leigja út húsið og taka krakkana úr skólanum til að ferðast um heiminn, upplifa og njóta? Eflaust margir sem hafa íhugað en láta aldrei verða af því. Hjónin Alexía Björg Jóhannesdóttir og Guðmundur Steingrímsson gerðu hins vegar nákvæmlega þetta. Ferðuðust um Suður-Ameríku í rúmt hálft ár og kenndu börnunum sjálf til að þau misstu ekki úr námi. „Við erum eiginlega alltaf að horfa á heimskortið sem er við eldhúsborðið okkar. Við erum alltaf að horfa á heiminn og tala um það hvað við eigum eftir að sjá mikið af heiminum. Við höfum líka talað svo oft um það að okkur langar svo að fara í langt ferðalag með krökkunum okkar áður en þau verða of stór og vera lengi með þeim,“ segir Alexía og bendir á heimskortið í eldhúsi fjölskyldunnar. Hugmyndin var því komin í kollinn á þeim báðum. Hjónin sögðu upp á vinnustöðum sínum á sama tíma, þó svo að sú ákvörðun hafi ekki einungis verið vegna þess að þeim langaði að ferðast, en í kjölfarið gekk það upp. Börnin voru á góðum aldri til þess að ferðast í lengri tíma og aðstæður buðu loksins upp á að draumurinn gæti ræst. Áður en í reisuna var haldið gerðu hjónin tilraun og fóru í þriggja vikna bakpokaferðalag um Portúgal. Að sögn þeirra beggja tókst sú ferð vel til og því var ákveðið að kýla á þetta. Foreldrarnir sáu um að kenna börnunum svo þau misstu ekki úr námi.Stöð 2 „Við vildum ekki vera að uppgötva einhvers staðar í Perú að við ættum engan pening. Við vorum búin að „line-a upp“ einhverjum tekjum á leiðinni og auðvitað leigja út húsið, það var lykilatriði. Svo seldum við bílinn eiginlega tveimur dögum áður en við fórum, sem þýðir auðvitað að við erum bíllaus núna – ef einhver getur skutlað mér,“ segir Guðmundur og hlær. Fjölskyldan hóf ferðalagið í Kosta Ríka, þaðan til Panama, Kólumbíu, Ekvador, Bólivíu, Perú, Chile, Argentínu og að lokum til Úrúgvæ. Níu lönd á sex mánuðum og segja þau öll löndin hafa verið frábær, enginn áfangastaður betri en annar. Hér að ofan má sjá viðtal við þau Alexíu og Guðmund þar sem þau segja frá ferðalaginu ásamt frábærum myndum og myndböndum frá ferðinni.
Argentína Bólivía Börn og uppeldi Chile Ekvador Ferðalög Ísland í dag Kólumbía Panama Perú Úrúgvæ Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira