Lífið

Krísufundur hjá handritshöfundum Skaupsins

Sylvía Hall skrifar
Arnór Pálmi Arnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir.
Arnór Pálmi Arnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi), Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Mynd/RÚV
Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri og einn handritshöfunda Skaupsins í ár, birti mynd af sér og öðrum handritshöfundum á Instagram-síðu sinni í dag. Undir myndina skrifar hann: „Krísufundur í Efstaleiti út af dálitlu #skaupið“.

Ljóst er að atburðarrás síðustu daga í kjölfar þess að upptökur af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar litu dagsins ljós hafi orðið til þess að handritshöfundar sáu ástæðu til að efna til krísufundar, enda af nógu að taka í umræddum upptökum.

Auk Arnórs Pálma eru þau Ilmur Kristjánsdóttir, Jón Gnarr, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Katrín Halldóra Sigurðardóttir og Sverrir Þór Sverrisson í teymi handritshöfunda Skaupsins. Það er því í höndum einvalaliðs grínista að gera upp atburði síðustu daga og geta landsmenn því búist við því að sjá spaugilegu hlið upptakanna þegar árið verður gert upp í Skaupinu.


Tengdar fréttir

Landsþekktar leikkonur bregða sér í hlutverk Klausturgengisins

Mánudaginn 3. desember kl. 20:30 mun leikhópur Borgarleikhússins leiklesa hluta úr samtali þingmanna á veitingastaðnum Klaustri en þetta kemur fram í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu en ekki liggur fyrir hvaða aðilar fara með hlutverk þingmannanna sex.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.