Tekst Fálkunum að stöðva sóknarvél Hrútanna? | Úrslitakeppni NFL hefst á Stöð 2 Sport Magnús Ellert Bjarnason skrifar 6. janúar 2018 20:30 Það hefur fáum tekist að stöðva Gurley á þessu tímabili, hér skilur hann Titans vörnina eftir. Vísir/getty Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira
Úrslitakeppni NFL – deildarinnar fer af stað um helgina og verða fyrstu leikirnir spilaðir í kvöld og í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, rétt eins og leikir morgundagsins. Fjórir leikir fara fram í dag og á morgun en hér er á ferðinni „Wild card"-helgin þar sem tvö bestu liðin í hvorri deild sitja hjá á meðan átta lið berjast um að komast í undanúrslit deildanna sem fara síðan fram um næstu helgi. New England Patriots og Pittsburgh Steelers sitja hjá í Ameríkudeildinni en í Þjóðardeildinni eru það lið Minnesota Vikings og Philadelphia Eagles sem fá dýrmæta hvíld um helgina.Hawaii-drengurinn Marcus Mariota þarf að eiga stórleik ætli Titans sér langt.Vísir/GettyFyrsti leikurinn í dag hefst klukkan 21.35 að íslenskum tíma og er á milli Kansas Chiefs og Tennesee Titans. Lið Chiefs, sem vann vesturriðil Ameríkudeildarinnar, er talið sigurstranglegra fyrir leikinn. Sóknarleikur þeirra hefur á köflum verið frábær í vetur, með þá Kareem Hunt og Travis Kelce í fararbroddi. Hlauparinn Hunt, sem er á sínu fyrsta tímabili í NFL, hljóp manna mest með boltann í vetur og Kelce var einn besti innherji deildarinnar. Lið Titans komst hins vegar með herkjum í úrslitakeppnina og hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili. Tapi þeir í kvöld telja fjölmiðlar fyrir vestan haf að þjálfari þeirra, Mike Mularkey, fái að fjúka. Hefur hann sætt mikilli gagnrýni fyrir hugmyndasnauðan sóknarleik, sem nýtir illa hæfileika leikstjórnanda liðsins, Marcus Mariota.Julio er eflaust þyrstur að svara fyrir tapið í Superbowl í fyrra.Vísir/gettySeinna í kvöld mætast síðan Los Angeles Rams og Atlanta Falcons en sá leikur hefst ekki fyrr en 01:15 að íslenskum tíma. Leikurinn verður sá fyrsti í úrslitakeppni NFL í Los Angeles síðan 1994. Munurinn á liði Rams á þessu tímabili og því síðasta hefur verið lyginni líkast. Undir stjórn Jeff Fisher, sem var rekinn eftir síðasta tímabil, vann liðið aðeins fjóra leiki og tapaði tólf. Undir stjórn hins 31 árs Sean Mcvay, yngsta þjálfara NFL, vann liðið hins vegar vesturriðil þjóðardeildarinnar með 11 sigurleiki og skoraði flest stig allra liða í deildinni. Todd Gurley var einn besti hlaupari deildarinnar í ár, og Jared Goff, leikstjórnandi liðsins sýndi miklar framfarir frá fyrsta tímabili sínu. Lið Falcons, sem tapaði gegn New England Patriots í Superbowl í fyrra, er einnig með frábæra leikmenn innanborðs, þá sérstaklega sóknarmegin. Þar má helst nefna Julio Jones, sem hefur verið einn besti útherji (e. Wide-receiver) deildarinnar síðustu ár. Má því búast við hörkuleik í borg englanna í nótt. Á morgun fara líka fram tveir leikir. Jacksonville Jaguars og Buffalo Bills mætast klukkan sex að íslenskum tíma en klukkan 21:40 spila síðan New Orleans Saints og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Fleiri fréttir Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Sjá meira