Lífið

„Guð minn góður,“ hrópaði Fallon þegar hermt var eftir Björk

Birgir Olgeirsson skrifar
Jimmy Fallon var gleðin uppmáluð þegar leikkonan hermdi eftir Björk.
Jimmy Fallon var gleðin uppmáluð þegar leikkonan hermdi eftir Björk. YouTube
Það ætlaði allt um koll að keyra þegar bandaríska leikkonan Melissa Villaseñor hermdi eftir okkar eigin Björk Guðmundsdóttur í spjallþætti Jimmy Fallon nýverið.

Villaseñor er 31 árs gömul og hefur getið sér gott orð sem uppistandari og eftirherma en hún náði nokkuð langt í sjöttu seríu America´s Got Talent. Hún er nú í leikarahópi þáttarins Saturday Night Live.

Fallon skoraði á Villaseñor í eftirhermukeppni þar sem hún brá sér í hlutverk söngkvennanna Gwen Stefani og Christinu Aguilera.

Björk Guðmundsdóttir á tónleikum.Vísir/Getty
Þar söng hún þekkt barnalög sem þessar söngkonur og uppskar mikinn fögnuð en þegar hún brá sér í gervi Bjarkar voru viðbrögðin langmest.

Hún söng vögguvísuna Rock-A-Bye Baby í hlutverki þar sem hún var með nokkuð harðan framburð og gerði það vel að mati viðstaddra, en í eyrum Íslendinga og þeirra sem þekkja vel til verka Bjarkar kann að vera að þetta þyki ekki svo líkt.

„Guð minn góður,“ hrópaði Fallon upp fyrir sig þegar hún hafði lokið sér af.

Melissa fær verkefnið að herma eftir Björk eftir að um fjórar og hálf mínúta eru liðnar af myndbandinu.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.