New England Patriots og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2018 08:23 Tom Brady fagnar sigri í nótt. Vísir/Getty Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis. NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
Í nótt varð ljóst hvaða lið munu mætast í einum allra stærsta íþróttaleik ársins en úrslitaleikir deildanna í NFL-deildinni fóru þá fram. NFL-meistarar New England Patriots verða í Super Bowl leiknum í þriðja sinn á fjórum árum eftir endurkomusigur og liðið mætir nú Philadelphia Eagles sem burstaði Víkingana. Nú mætast því ríkjandi NFL-meistarar og liðið sem hefur ekki unnið NFL-titilinn síðan 1960 eða í 58 ár. New England Patriots og Philadelphia Eagles mættust í Super Bowl fyrir þrettán árum og þá fögnuðu Patriots sigri.New England Patriots vann 24-20 sigur á Jacksonville Jaguars í úrslitaleik Ameríkudeildarinnar. Leikstjórnandinn Tom Brady mætti til leiks með tólf sauma á kasthendinni og lið hans New England Patriots var tíu stigum undir í fjórða leikhlutanum. Brady kann hinsvegar þá lista best allra að koma til baka í lokaleikhlutanum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum á úrslitastundu. Báðar enduðu sendingar Brady hjá útherjanum Danny Amendola. Tom Brady hefur þegar unnið fimm meistaratitla á glæsilegum ferli en á nú möguleika á þeim sjötta þegar hann mættir í Super Bowl leikinn í áttunda sinn.Það var mun minni spenna í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar þar sem Philadelphia Eagles vann 38-7 sigur á Minnesota Vikings. Eagles-liðið missti leikstjórnanda sinn Carson Wentz í krossbandaslit undir lok tímabilsins en varamaður hans, Nick Foles, átti stórleik í nótt. Nick Foles átti þrjár snertimarkssendingar og 26 af 33 sendingum hans heppnuðust. Hann kastaði alls 353 jarda og leiddi sitt lið til sigurs en Eagles-liðið skoraði 38 síðustu stig leiksins. Minnesota Vikings komst í 7-0 í fyrstu sókn sinni en Philadelphia Eagles jafnaði eftir að varnarmaðurinn Patrick Robinson stal sendingu og fór alla leið upp og skoraði. Minnesota Vikings liðið átti möguleika á því að vera fyrsta liðið til að spila Super Bowl leik á heimavelli sínum en það kom fljótlega í ljós að Víkingarnir höfðu tekið út alla heppnina sína um síðustu helgi. Heimamenn í Philadelphia Eagles voru komnir í 21-7 fyrir hálfleik og litu aldrei til baka eftir það. Super Bowl leikurinn fer fram sunnudaginn 4. febrúar á U.S. Bank leikvanginum í Minneapolis.
NFL Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira