Björgunarbátar eru ekki farþegaskip Eyþór Laxdal Arnalds skrifar 3. ágúst 2018 05:45 Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Það er eitthvað að í Reykjavík. Þrátt fyrir að miklir fjármunir fari í félagslega kerfið vaxa biðlistar eftir húsnæði. Þrátt fyrir loforð um úrbætur hefur leiguverð hækkað um nærri 100% á fjórum árum. Húsnæðislausu fólki hefur fjölgað um 95%. Sífellt fleiri þurfa að búa í foreldrahúsum. Það er ljóst að núverandi stefna hefur brugðist. Reykjavík hefur vanrækt skyldu sína að hér sé byggt hagkvæmt húsnæði. Byggt er mest á dýrum stöðum. Sífellt fleiri flytja annað. Sumir geta ekki eignast eða leigt á almennum markaði eins og hann er orðinn. Félagslega kerfið á þá að taka við en stór göt eru í möskvum öryggisnetsins. Félagsbústaðir hf. kaupa íbúðir á markaði sem hefur hækkað um 100% ekki síst vegna ákvarðana borgarinnar sjálfrar. Þetta háa markaðsverð fer beint í leiguverðið og hefur leiguverð hjá Félagsbústöðum hækkað mikið. Þeir sem eru svo „heppnir“ að fá húsnæði þurfa að borga mun hærra verð en fyrir nokkrum árum. Félagsbústaðir reikna sér svo tugmilljarða hagnað vegna endurmats á félagslegu húsnæði.Raunverulegar lausnir Það er grundvallaratriði að félagslega kerfið í Reykjavík hafi skýra stefnu og markmið um að koma fólki til sjálfshjálpar. Enginn vill festast inni í velferðarkerfinu, heldur á það að vera öryggisnet sem styður fólk til að geta lifað á eigin forsendum. Ýmis merki eru um að núverandi kerfi sé ekki að styðja við þetta grundvallaratriði, heldur flækjast margir í fátæktargildrum. Festast í netinu. Björgunarbátar eru ekki farþegaskip heldur neyðarúrræði. En mikilvægast er að koma í veg fyrir neyðina. Þess vegna viljum við breyta borginni þannig að fleiri geti verið á eigin forsendum í samfélaginu en ekki upp á náð og miskunn kerfisins. Almennar aðgerðir til að tryggja hagkvæmara húsnæði eru forgangsmál. Þess vegna höfum við lagt fram á annan tug tillagna til að leysa þessi mál. Lækka byggingargjöld, afnema innviðagjald, byggja á hagkvæmum stöðum og minnka skrifræðið. Þessar tillögur eru tækifæri fyrir borgarbúa. Vonandi fá þær brautargengi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar