Pabbinn sem reyndi að ráðast á Nassar: Ég sjálfur hafði farið með dæturnar mínar til djöfulsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 15:00 Kyle Stephens er ein af fórnarlömbum Nassar sem sýndi mikið hugrekki með því að standa fyrir framan hann og segja frá. Vísir/Getty Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér. Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira
Randall Margraves vakti mikla athygli fyrir helgi þegar hann reyndi að ráðast á bandaríska lækninn Larry Nassar í réttarsalnum þar sem dóttir hans var á sama tíma að segja frá hryllilegri misnotkun Nassar á sér. Larry Nassar misnotaði næstum því þrjú hundruð stelpur í skjóli starfs síns sem læknir ríkisháskólans í Michigan sem og sem læknir bandaríska fimleikasambandsins. Nassar hefur þegar verið dæmdur í 40 til 175 ára fangelsisvistar. Margir líta á Margraves sem hetju en um 25 þúsund dollarar söfnuðust í hans nafni til að borga fyrir hann allan lögfræðikostnað vegna atviksins. Lögreglumenn í réttarsalnum náðu að stoppa Margraves áður en hann komst að Larry Nassar og pabbinn var ekki kærður. Upphæðin, tvær og hálf milljón íslenskra króna, mun verða notuð til að styrkja fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis. Margraves veitt CBS News viðtal þar sem hann sagði sína ástæður fyrir árásinni en skömmu áður hafði hann beðið dómarann um að gefa sér tíma með Nassar einn á einn. Dómarinn gat ekki leyft það og þá missti Randall Margraves algjörlega stjórn á sér. Viðtalið og atvikið í réttarsalnum má sjá hér fyrir neðan.Randall Margraves, a father of three daughters abused by Larry Nassar, speaks to CBS News after lunging at the disgraced doctor in sentencing hearing: "I am no hero. My daughters are the heroes -- and all the other victims." pic.twitter.com/lCo8CsOMjn — CBS News (@CBSNews) February 2, 2018 „Án þess að vita það þá hafði ég sjálfur farið með dæturnar mínar þrjár til djöfulsins sem var með sitt eigið sjúka plan í gangi. Ég mun aldrei gleyma þessum manni,“ sagði Randall Margraves. Hann segist hafa séð rautt þegar Nassar hristi hausinn eins og hann væri að halda því fram að dætur hans væru að ljúga. „Ég er engin hetja. Dætur mínar eru hetjurnar sem og öll hin fórnarlömbin. Ég var ekki að hugsa um að drepa hann en ég vildi bara að hann þyrfti líka að finna sársauka,“ sagði Margraves. Dætur hans Madison Rae Margraves og Lauren Margraves voru í réttarsalnum þegar faðir þeirra missti stjórn á sér.
Fimleikar Kynferðisbrot Larry Nassar MeToo Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sjá meira