Elvar Már: Veit af áhuga í Frakklandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. maí 2018 08:30 Elvar í háskólaboltanum. vísir/getty Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum. Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira
Elvar Már Friðriksson, bakvörðurinn knái úr Njarðvík, útskrifaðist um helgina með gráðu í viðskiptastjórnun eftir fjögurra ár nám við Barry-háskóla í Bandaríkjunum. Elvar sem hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið átti góðu gengi að fagna með liði skólans í D2-deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum. Var hann tvívegis valinn leikmaður ársins í SSC-deildinni, en í henni spila lið frá Flórídaskaganum, en hann skipti yfir í Barry eftir aðeins eitt ár hjá LIU Brooklyn. Hann lítur feginn til baka á ákvörðunina. „Það voru ýmsar ástæður fyrir þessari ákvörðun og ég sé ekki eftir því að hafa skipt. Mér leið ekki vel þar og þegar horft er á körfuboltahliðina þá hentaði leikstíllinn mér ekki, hér eru fleiri evrópskir leikmenn og meiri evrópsk menning sem hentar mér,“ segir Elvar. „Strax þegar ég kem hingað þá kynnist ég liðsfélögum alls staðar að og ég náði strax mjög góðu sambandi við þá,“ segir Elvar en hann efast um að hann hefði enst árin fjögur í Brooklyn. „Við byrjuðum sjö saman fyrsta árið, ég, Martin og fimm aðrir, og ég var fyrstur til að fara. Ári seinna fór Martin og þá fóru hinir fimm leikmennirnir sem byrjuðu á sama tíma. Ég er viss um að ef að ég hefði ekki farið frá Brooklyn hefði ég ekki enst í þessi fjögur ár og klárað námið mitt.“ Þrátt fyrir að Barry sé í deild fyrir neðan LIU fannst Elvari hann læra mun meira og spila betri körfubolta. „Hiklaust, við unnum mjög sterkan skóla sem kemur úr efstu deild og vorum að spila góðan körfubolta. Ég hef lært heilmikið af því að vera hér, ég hef breytt leikstíl mínum mikið og bætt mig sem leikstjórnandi. Ég þurfti að læra að stjórna liðinu, vera leiðtogi og axla aukna ábyrgð.“ Elvar kemur heim til Íslands í sumar en ætlar ekki að ræða neitt við íslensk lið, hann stefnir á að komast út í atvinnumennsku. „Ég hef ekkert talað við nein lið heima strax, ég er að horfa til Evrópu og ætla ekkert að opna á viðræður heima í bili. Ég ætla að reyna að nýta meðbyrinn sem ég hef frá Bandaríkjunum til að finna mér lið í Evrópu. Ég er kominn með umboðsmann og veit af áhuga nokkurra liða,“ segir Elvar en meðal annars kemur áhugi frá Frakklandi. „Ég veit af áhuga úr Pro-B deildinni í Frakklandi þar sem Martin byrjaði, það var góður stökkpallur fyrir hann og ég hef rætt þetta við hann og Hauk Helga Pálsson sem leika í Frakklandi. Það er gott að geta rætt þetta við stráka sem hafa verið í þessum sporum.“ Komi ekkert spennandi upp segir hann að það sé alltaf eitt lið sem standi næst hjartanu. „Ef ekkert spennandi kemur upp skoða ég möguleikann á að spila á Íslandi og þá er eitt lið ansi líklegt sem á sinn stað nálægt hjartastaðnum. Ég ætlaði hins vegar ekki að trúa því þegar ég sá myndir frá veðrinu á Íslandi,“ segir Elvar. „Það hafa verið ágætis forréttindi að búa í hita og sól allan ársins hring, ég hef reynt að nýta síðustu dagana í sólinni vel,“ segir Elvar hlæjandi að lokum.
Körfubolti Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Sjá meira