Jafnrétti kynja hvergi meira en á Íslandi tíunda árið í röð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 11:24 Mikill fjöldi var á Arnarhóli á Kvennafrídaginn í október þar sem krafist var jafnrétti kynjanna. Vísir/Vilhelm Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista Alþjóðaefnhagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Listinn var birtur í morgun og næst á eftir Íslandi eru Noregur, Svíþjóð og Finnland. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og bendir niðurstaðan til þess að það muni taka 108 ár að ná fullu jafnrétti karla og kvenna í heiminum, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Úttektin nær til velflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í kynningu á niðurstöðum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði. „Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Jafnrétti er lykiláhersla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hefur verið unnið ötullega að áframhaldandi framförum á því sviði bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi,“ segiri í tilkynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lista Alþjóðaefnahagsráðsins endurspegla það mikla starf sem hefur verið unnið í þágu jafnréttismála á Íslandi; á vettvangi stjórnvalda, innan fræðanna og í grasrótinni. „Við eigum kvennahreyfingunni á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu. Lykilatriðið er að skilja að jafnrétti kynjanna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér. Þegar ég er spurð um árangur Íslands á alþjóðavettvangi nefni ég oft almenna leikskóla og fæðingarorlof sem lykilstefnumál. En síðan vitum við líka að ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleiðing kynjamisréttis og það hefur okkur því miður ekki tekist að uppræta hér á landi. Við eigum enn verk að vinna og ég hlakka til að leiða þennan málaflokk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar næstu árin.”Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Ísland eiga kvennahreyfingunni mikið að þakka.vísir/vilhelmVilja að Ísland sé fyrirmynd Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna sérstakt áherslusvið. Á næsta ári hækkar framlag til þróunarsamvinnuverkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung en þau nema um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu það sem af er þessu ári. Ísland er meðal annars stærsti stuðningsaðili Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) miðað við íbúafjölda og heldur úti Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá verður aukin áhersla lögð á jafnréttisverkefni í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Ísland eiga að vera fyrirmynd annarra þjóða.FBL/ErnirJafnréttismálin í forsætisráðuneytið Í byrjun ársins 2019 verða jafnréttismálin flutt í forsætisráðuneytið til að auka vægi þeirra og framfylgja enn betur samþættingu jafnréttismála í stefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnréttismálin snerta starfssvið allra ráðuneyta og fara mörg þeirra með viðamikla málaflokka sem geta haft mikil áhrif á stöðu og þróun málaflokksins hér á landi. Ný skrifstofa jafnréttismála í Stjórnarráðinu mun hafa umsjón með framtíðarstefnumótun í jafnréttismálum og er ætlað miðlægt hlutverk við að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Forgangsverkefni verður að vinna við endurskoðun jafnréttislaga og útvíkkun jafnréttishugtaksins í samhengi við alþjóðalega þróun. Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Tíunda árið í röð trónir Ísland á toppnum á lista Alþjóðaefnhagsráðsins (World Economic Forum) yfir ríki þar sem kynjajafnrétti mælist mest. Listinn var birtur í morgun og næst á eftir Íslandi eru Noregur, Svíþjóð og Finnland. Framfarir í jafnréttismálum eru hægar á heimsvísu og bendir niðurstaðan til þess að það muni taka 108 ár að ná fullu jafnrétti karla og kvenna í heiminum, segir í frétt á vef Stjórnarráðsins. Úttektin nær til velflestra landa og leggur mat á jafnrétti kynja í stjórnmálum, menntun, atvinnu og heilbrigði. Í kynningu á niðurstöðum er sérstaklega fjallað um hvað ræður góðri frammistöðu Íslendinga á þessu sviði. „Vægi jafnréttismála hefur aukist verulega á alþjóðavettvangi undanfarin ár og er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf og þróun málaflokksins á heimsvísu. Jafnrétti er lykiláhersla stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og hefur verið unnið ötullega að áframhaldandi framförum á því sviði bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi,“ segiri í tilkynningunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir lista Alþjóðaefnahagsráðsins endurspegla það mikla starf sem hefur verið unnið í þágu jafnréttismála á Íslandi; á vettvangi stjórnvalda, innan fræðanna og í grasrótinni. „Við eigum kvennahreyfingunni á Íslandi mikið að þakka fyrir að hafa rutt brautina og þrýst á breytingar í samfélaginu. Lykilatriðið er að skilja að jafnrétti kynjanna er ekki náð og að það kemur ekki af sjálfu sér. Þegar ég er spurð um árangur Íslands á alþjóðavettvangi nefni ég oft almenna leikskóla og fæðingarorlof sem lykilstefnumál. En síðan vitum við líka að ofbeldi gegn konum er bæði orsök og afleiðing kynjamisréttis og það hefur okkur því miður ekki tekist að uppræta hér á landi. Við eigum enn verk að vinna og ég hlakka til að leiða þennan málaflokk fyrir hönd ríkisstjórnarinnar næstu árin.”Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Ísland eiga kvennahreyfingunni mikið að þakka.vísir/vilhelmVilja að Ísland sé fyrirmynd Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir gleðilegt að Ísland skuli áfram verma toppsætið á listanum en því fylgi jafnframt mikil ábyrgð. „Ísland hefur um árabil lagt ríka áherslu á jafnréttismál sem grundvallarmannréttindi og forsendu framfara og þróunar, líkt og við þekkjum úr okkar eigin samfélagi,“ segir Guðlaugur. „Við viljum vera öðrum þjóðum til fyrirmyndar á þessu sviði jafnframt því að miðla af reynslu okkar og sérþekkingu. Málflutningur Íslands á alþjóðavettvangi fær hljómgrunn vegna þessarar góðu stöðu og seta okkar í mannréttindaráðinu hefur gefið tilefni til að láta enn frekar til okkar taka.“ Guðlaugur segir Ísland jafnframt vinna að valdeflingu og virðingu fyrir réttindum kvenna í friðar- og öryggismálum og í þróunarsamvinnu. Í tillögu til þingsályktunar um stefnu um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands fyrir árin 2019-2023, sem lögð var fram á Alþingi fyrir stuttu, eru mannréttindi, jafnrétti kynjanna og sjálfbær þróun leiðarljós í þróunarsamvinnu. Í fyrsta skipti er kynjajafnrétti og valdefling kvenna sérstakt áherslusvið. Á næsta ári hækkar framlag til þróunarsamvinnuverkefna sem stuðla að jafnrétti og valdeflingu kvenna um þriðjung en þau nema um 12% af heildarframlagi Íslands til þróunarsamvinnu það sem af er þessu ári. Ísland er meðal annars stærsti stuðningsaðili Stofnunar Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna (UN Women) miðað við íbúafjölda og heldur úti Jafnréttisskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá verður aukin áhersla lögð á jafnréttisverkefni í tvíhliða samstarfslöndum Íslands í þróunarsamvinnu, Malaví og Úganda.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Ísland eiga að vera fyrirmynd annarra þjóða.FBL/ErnirJafnréttismálin í forsætisráðuneytið Í byrjun ársins 2019 verða jafnréttismálin flutt í forsætisráðuneytið til að auka vægi þeirra og framfylgja enn betur samþættingu jafnréttismála í stefnu ríkisstjórnarinnar. Jafnréttismálin snerta starfssvið allra ráðuneyta og fara mörg þeirra með viðamikla málaflokka sem geta haft mikil áhrif á stöðu og þróun málaflokksins hér á landi. Ný skrifstofa jafnréttismála í Stjórnarráðinu mun hafa umsjón með framtíðarstefnumótun í jafnréttismálum og er ætlað miðlægt hlutverk við að leiða og samhæfa jafnréttisstarf stjórnvalda. Forgangsverkefni verður að vinna við endurskoðun jafnréttislaga og útvíkkun jafnréttishugtaksins í samhengi við alþjóðalega þróun.
Utanríkismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira