Gummi Ben kom sjálfum sér á óvart Sögur útgáfa kynnir 5. desember 2018 12:45 Gummi Ben fer um víðan völl í fyrstu bók sinni, Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Ég lifi og hrærist í hringiðu fótboltans. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég veit og það eru algjör forréttindi að fá að tala um fótbolta alla daga,“ segir hinn eini sanni Gummi Ben. Hann talar reyndar ekki bara um fótbolta heldur skrifar um hann líka því út er komin Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Þetta er mitt fyrsta ritverk,“ segir hann og viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart. „Ég hafði ekki mikið hugsað um ritstörf þegar Tómas hjá Sögum útgáfu spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að skrifa eins og eina bók um fótbolta? Ég sló til, fékk alveg frjálsar hendur og gat skrifað það sem mig langaði til. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Bókin er enda litrík eftir því og skemmtileg aflestrar. Gummi veður úr einu í annað og kryddar ríkulega með myndum. Hann segir sögur af sjálfum sér, fjallar um sterkustu leikmenn heims og setur saman draumaliðið.„Já, já ég fer um víðan völl. Ég skrifa um æsku mína sem íþróttakrakka sem alltaf var með boltann á tánum og hvernig ég ólst upp í íþróttaumhverfi. Það slæðast meira að segja nokkrar myndir af mér þarna inn. Svo fylgja staðreyndir um ýmsar fótboltastjörnur dagsins í dag og hvernig þær voru á yngri árum. Ég vel nokkur uppáhalds mörk og vel líka í draumaliðið mitt, en það var vægast sagt erfitt. Við höfum átt svo ótrúlega marga góða leikmenn, karla og konur. Margt af þessu fólki eru líka vinir mínir, en kannski ekki lengur, það komust náttúrlega bara ellefu í draumaliðið. Þegar ég hugsa um það þá hefur enginn talað við mig síðan bókin kom út. Vonandi verður mér fyrirgefið um jólin,“ segir hann glettinn.En er þessi bók þá einungis fyrir eldheitt áhugafólk um fótbolta?„Alls ekki, þó hún sé kannski auðlesnari ef maður fylgist með boltanum. Hún er kannski meira fyrir yngri kynslóðina. Og þó, ég myndi segja að þessi bók sé fyrir börn á öllum aldri. Barnið kemur nefnilega upp í manni í fótbolta. Ég kvíði því ef ég hætti einhvern tíma að þjálfa fótbolta og vinna með ungu fólki. Þá fyrst færi ég að eldast hratt.“ Hér fyrir neðan má heyra Gumma Ben segja frá draumaliðinu og bókinni í útvarpsþættinum Brennslan.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sögur útgáfu. Bókmenntir Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira
„Ég lifi og hrærist í hringiðu fótboltans. Fótbolti er það skemmtilegasta sem ég veit og það eru algjör forréttindi að fá að tala um fótbolta alla daga,“ segir hinn eini sanni Gummi Ben. Hann talar reyndar ekki bara um fótbolta heldur skrifar um hann líka því út er komin Stóra fótboltabókin með Gumma Ben. „Þetta er mitt fyrsta ritverk,“ segir hann og viðurkennir að hafa komið sjálfum sér á óvart. „Ég hafði ekki mikið hugsað um ritstörf þegar Tómas hjá Sögum útgáfu spurði mig hvort ég hefði ekki áhuga á að skrifa eins og eina bók um fótbolta? Ég sló til, fékk alveg frjálsar hendur og gat skrifað það sem mig langaði til. Þetta er eitt af því skemmtilegasta sem ég hef gert.“ Bókin er enda litrík eftir því og skemmtileg aflestrar. Gummi veður úr einu í annað og kryddar ríkulega með myndum. Hann segir sögur af sjálfum sér, fjallar um sterkustu leikmenn heims og setur saman draumaliðið.„Já, já ég fer um víðan völl. Ég skrifa um æsku mína sem íþróttakrakka sem alltaf var með boltann á tánum og hvernig ég ólst upp í íþróttaumhverfi. Það slæðast meira að segja nokkrar myndir af mér þarna inn. Svo fylgja staðreyndir um ýmsar fótboltastjörnur dagsins í dag og hvernig þær voru á yngri árum. Ég vel nokkur uppáhalds mörk og vel líka í draumaliðið mitt, en það var vægast sagt erfitt. Við höfum átt svo ótrúlega marga góða leikmenn, karla og konur. Margt af þessu fólki eru líka vinir mínir, en kannski ekki lengur, það komust náttúrlega bara ellefu í draumaliðið. Þegar ég hugsa um það þá hefur enginn talað við mig síðan bókin kom út. Vonandi verður mér fyrirgefið um jólin,“ segir hann glettinn.En er þessi bók þá einungis fyrir eldheitt áhugafólk um fótbolta?„Alls ekki, þó hún sé kannski auðlesnari ef maður fylgist með boltanum. Hún er kannski meira fyrir yngri kynslóðina. Og þó, ég myndi segja að þessi bók sé fyrir börn á öllum aldri. Barnið kemur nefnilega upp í manni í fótbolta. Ég kvíði því ef ég hætti einhvern tíma að þjálfa fótbolta og vinna með ungu fólki. Þá fyrst færi ég að eldast hratt.“ Hér fyrir neðan má heyra Gumma Ben segja frá draumaliðinu og bókinni í útvarpsþættinum Brennslan.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Sögur útgáfu.
Bókmenntir Menning Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Vetrartískan er mætt í Boozt með kósýheit Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Frank Sinatra, Dean Martin og Sammy Davis Jr. lifna við í Hörpu „Við eigum meira blóð en blóðbankinn!“ Flytja alla Springsteen slagarana í Hörpu Frábær árangur í meðferðarstarfi Kalklitir og Slippfélagið mála framtíðina saman Hárolía, vinur eða óvinur hársins? Dineout gjafabréf er jólagjöfin í ár Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Þarf alltaf að vera vín? Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Eldhúspartý KVIK er á laugardaginn Hug-A-Lums þyngdarbangsar sem allir elska The Ultimate Eagles halda tónleika í Hörpu Sjá meira