Enski boltinn

Sjáðu jöfnunarmark Arons og glæsilegt sigurmark Cardiff

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson skoraði jöfnunarmark Cardiff gegn Wolves í nýliðaslag í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

Mark Arons Einars kom um miðjan seinni hálfleik eftir að Matt Doherty hafði komið Wolves yfir í fyrri hálfleiknum. Markið var aðeins annað úrvalsdeildarmarkið á ferli Arons Einars og var það af laglegri kantinum.

Junior Hoilett skoraði hins vegar mark kvöldsins, og eitt af mörkum tímabilsins þegar hann tryggði Cardiff sigurinn.

Öll mörkin, sem og helstu atvik leiksins, má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×