Samhengi í bók Birgittu Hallgrímur Óskarsson skrifar 21. nóvember 2018 14:23 Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Óskarsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Pistillinn birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar og fékk Vísir leyfi til endurbirtingar Nú er mikið kvartað yfir því að hin geðþekka Birgitta Haukdal hafi ritað á einum stað starfsheitið „hjúkrunarkona“ í stað þess að nota „hjúkrunarfræðingur“. Það er auðvitað gott að minna á rétta útgáfu starfsheita og að notkun orða feli ekki í sér kynjahalla. En á síðustu misserum og árum hafa komið út bækur, tímarit og dagblöð þar sem orðið „hjúkrunarkona“ hefur verið notað ítrekað án þess að nokkur hafi fundið að. Dæmi eru í Útkalls-bókum Óttars Sveinssonar en engin umræða eða gagnrýni var á verk Óttars þrátt fyrir að ein bókin noti þetta orð mjög oft og hafi notað orðið til að auglýsa bókina. Blaðamenn allra stóru dagblaðana (FBL, MBL, DV) nota enn orðið „hjúkrunarkona“ af og til (þótt hitt orðið sé auðvitað meira notað) og ekki hef ég séð amast við því. Orðið „hjúkrunarkona“ finnst einnig oft í Læknablaðinu og í sjálfu höfuðvígi hjúkrunarfræðinga, Tímariti hjúkrunarfræðinga og enga gagnrýni hef ég séð á það. En þegar Birgitta notar orðið einu sinni þá verður mikill æsingur. Hvað ætli valdi þessum mun í viðbrögðum eftir því hver á í hlut? Viggo Mortensen hinn geðþekki danski leikari lenti í keimlíkum viðbrögðum þegar hann notaði hið bannaða enska „N“-orð á dögunum. Hann notaði samt orðið í afar jákvæðu samhengi; sagði að ýmsir góðir áfangasigrar hefðu átt sér stað í baráttu blökkufólks í Bandaríkjunum, t.d. að nær enginn þori að nota N-orðið nú á dögum. En samhengið er hætt að skipta máli, allir hrópuðu upp að Viggo hafi sagt orðið sem enginn má segja („...Viggo Mortensen just dropped the N Word and the oxygen immediately left the room.“ var sagt á Twitter og Guardian birti grein um málið). Ekkert tillit tekið til samhengis, engin sanngirni, bara hrópað hátt í von um læk og athygli. Hugsum aðeins meira um merkingu og samhengi orðanna, hættum að dæsa og fyllast af yfirlætisfullri vandlætingu ef einhver notar orð sem annar segir að megi ekki segja. Lífið má ekki enda sem ein risastór dæs-keppni. Gagnrýnum ef samhengið og mótívasjónið sem á baki liggur leyfir okkur gagnrýni en hættum vandlætingarsemi, því í einhverjum tilvikum kann slíkt að vera leit að athygli - að vilja vera sá sem bendir á hinn svarta blett. Eða, ef við ætlum að gagnrýna svona bókstafslega þá verður að vera samræmi. Ekki taka bara Birgittu fyrir af því hún er fræg söngkona - taka hina fyrir líka, tala almennt um málið. Því þó að máttur Birgittu sé mikill þá mun notkun hennar í eitt skipti á hinu fallega en ögn gamaldags orði ekki hafa nein áhrif á neikvæða kynjun þessa mikilvæga starfs. Birgitta sjálf hefur útskýrt málið vel og brugðist með leiðréttingu en aðrir hafa ekki verið beðnir um að framkvæma slíkt hið saman á sínum verkum, greinum og öðru opinberu efni.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar