Enski boltinn

Sjáðu sigurmark Arsenal og mikilvægu mörk Ástralans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarki sínu.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar sigurmarki sínu. Vísir/getty
Arsenal og Huddersfield Town unnu leiki sína í enska úrvalsdeildinni í gær og líkt og með öll önnur mörk í deildinni þá er hægt að nálgast þau inn á Vísi.

Arsenal vann 2-1 sigur á Bournemouth á útivelli þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði sigurmarkið í seinni hálfleik. Arsenal hefur nú spilað sautján leiki í röð í öllum keppnum án þess að tapa.  

Arsenal er aðeins einu stigi frá fjórða sætinu (Chelsea) eftir þennan góða sigur en liðið hafði gert fjögur jafntefli í fimm síðustu deildarleikjum sínum.

Ástralinn Aaron Mooy tryggði Huddersfield Town 2-0 sigur á Úlfunum. Mooy var búinn að bíða lengi eftir þessum mörkum eða síðan í desember á síðasta ári.

Mörkin hjá Aaron Mooy voru ekki aðeins mikilvægi heldur voru þau bæði með hnitmiðuðum skotum fyrir utan teig þar af seinna markið beint úr aukaspyrnu.

Með sigrinum komst Huddersfield Town upp í fjórtánda sæti og er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.

Það má sjá mörkin úr þessum tveimur leikjum hér fyrir neðan sem og samantekt á leikjum sunnudagsins. Öll mörkin úr leikjum laugardagsins eru einni aðgengileg á sjónvarpsvef Vísis.



Klippa: FT Bournemouth 1 - 2 Arsenal




Klippa: FT Wolves 0 - 2 Huddersfield




Klippa: Sunday Roundup



Fleiri fréttir

Sjá meira


×