Ótrúlegt afrek að það hafi munað svona litlu i gullið Ástrós Ýr Eggertsdóttir í Lissabon skrifar 20. október 2018 14:37 Íslenska liðið stóð sig frábærlega í dag mynd/kristinn arason Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason. Fimleikar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira
Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í hópfimleikum sagði íslenska liðið hafa átt ótrúlega góðan dag þrátt fyrir að hafa þurft að sætta sig við silfur á EM í Portúgal í dag. Það er stjarnfræðilegt afrek að klára mótið eins og liðið gerði miðað við það sem áður hafði á gengið. „Við áttum ógeðslega góðan dag. Við lögðum svolítið upp með að sækja daginn okkar. Það var gert alveg upp á 10 í dag og þær voru ótrúlega ánægðar með þetta,“ sagði Bjarni Gíslason, einn þjálfara liðsins. „Svo komu náttúrulega niðurstöðurnar og það er erfitt að höndla það að standa sig geðveikt vel en fá ekki alveg niðurstöðuna sem maður vill. Það er alveg svekkelsi í hópnum en þær hrista þetta alveg af sér, ég trúi ekki öðru.“ Íslenska liðið gerði betur í dag en í undankeppninni á öllum áhöldum og var með hærri einkunn en sænska liðið á tveimur af áhöldunum þremur. Bjarni sagði himinn og haf á milli undirbúnings þessara liða. „Ég veit ekki hversu margir gera sér grein fyrir muninum á þessum tveimur liðum. Hann er gríðarlega mikill. Ferlið hjá Svíum og Íslendingum í landsliðunum er allt öðruvísi.“ „Þeir vinna að þessu í tvö ár, að einu markmiði, við tökum svona fjóra mánuði að meðaltali. Munurinn á þessum tveimur liðum, að það séu bara 0,2 á milli þeirra, er geðveikt afrek fyrir okkur.“ „Litla Ísland að berjast á móti Svíþjóð þar sem jafn margir æfa íþróttina og búa á Íslandi. Það er búið að tala svo oft um þetta í fótboltanum, það er bara nákvæmlega það sama að gerast hérna. Þetta er bara eins og að verða í öðru sæti á EM í fótbolta.“ „Þetta er bara fáránlega gott hjá þeim.“ „Það er gaman að hafa keppni, þetta væri ekkert gaman ef við myndum alltaf vinna. En þetta sýnir að það er alvöru keppni. Hvert fall gildir, þetta er bara gríðarlegur bardagi og það er gott að sjá.“ Bjarni sagðist mjög ánægður með hvernig mótið hafi farið í heildina. „Við töluðum um að við vorum mjög ánægð með þetta. Það eina sem okkur vantaði var þessi eini dagur og hann kom. Ferlið er bara búið að vera frábært. Við brugðumst rosalega vel við öllu sem hefur komið upp, við misstum út eina stelpu í undanúrslitunum sem var ekki inni í plani.“ „Það hefur sinn skell og við erum að veikjast á móti sterka liðinu og fara í gegnum vandamál. Að koma svona inn í síðasta daginn og klára þeta svona er stjarnfræðilegt. Það er rosalega gott.“ „Við erum allavega ótrúlega stolt af okkar liði,“ sagði Bjarni Gíslason.
Fimleikar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Fleiri fréttir Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Sjá meira