Lífið

„Sveitt og stressuð“ Cardi B kom fram á fyrstu tónlistarhátíðinni eftir fæðingu dóttur sinnar

Sylvía Hall skrifar
Cardi á Global Citizen hátíðinni.
Cardi á Global Citizen hátíðinni. Vísir/Getty
Rapparinn Cardi B kom fram á Global Citizen hátíðinni í New York í gær og var það í fyrsta sinn sem hún kemur fram opinberlega á tónlistarhátíð eftir fæðingu dóttur sinnar. Cardi og rapparinn Offset eignuðust dótturina Kulture í júlí síðastliðnum.

Á tónleikunum sagðist Cardi vera „sveitt og stressuð“  en það var ekki að sjá á henni og stóð hún sig með stakri prýði. Þá biðlaði hún til aðdáenda sinna á Instagram að láta verkin tala og gera það sem í valdi þeirra stæði til þess að gera heiminn að betri stað.



 
 
 
View this post on Instagram
On my way to GLOBAL CITIZEN CONCERT !!!LETS CHANGE THE WORLD ONE DAY AT A TIME !!!who in there ?

A post shared by CARDIVENOM (@iamcardib) on Sep 29, 2018 at 1:05pm PDT



Rapparinn átti að koma fram með Bruno Mars á tónleikaferðalagi hans sem stendur nú yfir en hætti við það eftir að hún varð móðir og sagðist hafa vanmetið hversu mikill tími fer í fjölskylduna. Þá hafa margir gagnrýnt hana fyrir þá ákvörðun eftir að hún kom fram á hátíðinni í gær en sjálf segir hún mikinn mun vera á því að koma fram á einni tónlistarhátíð samanborið við heilt tónleikaferðalag.

Þrátt fyrir að hafa dregið úr tónleikahaldi eftir fæðinguna hefur hún ekki verið fjarri sviðsljósinu. Á tískuvikunni í New York lenti hún í útistöðum við rapparann Nicki Minaj eftir að Cardi sakaði Minaj um að tala illa um dóttur sína.

Hér að neðan má sjá brot frá tónleikunum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×