Innlent

Spá allt að 16 stiga hita

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sólin lætur sjá sig norðaustan- og austanlands en verður annars staðar í felum á bak við skýin ef marka má þetta spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag.
Sólin lætur sjá sig norðaustan- og austanlands en verður annars staðar í felum á bak við skýin ef marka má þetta spákort Veðurstofunnar fyrir hádegið í dag.

Veðurstofan spáir allt að 16 stiga hita í dag en hlýjast verður norðaustan til á landinu þar sem einnig verður víða léttskýjað.

Þá má einnig búast við að víða verði léttskýjað á Austurlandi en annars verður hæg sunnanátt og skýjað, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar. Í kvöld er síðan spáð rigningu sunnan-og vestanlands.

Á morgun má búast við sunnan golu eða kalda með rigningu eða skúrum en þó síst á norðaustanlands þar sem áfram verður hlýjast.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

S 3-8 og stöku skúrir V-til, en víða léttskýjað á NA- og A-landi í dag. Suðaustan 8-13 og rigning S- og V-lands í kvöld.

S 5-13 og rigning eða skúrir á morgun, þó síst á NA-landi. Hiti 8 til 16 stig að deginum, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:
Sunnan 5-13 og rigning eða skúrir, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á NA-landi.

Á miðvikudag:
Hæg norðlæg átt og birtir til S- og V-lands, en dálítil væta norðan heiða. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast syðst.

Á fimmtudag:
Sunnanátt, skýjað og rigning vestast, en víða léttskýjað á N- og A-landi. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast N-lands.

Á föstudag og laugardag:
Suðaustanátt og skýjað en úrkomulítið, en áfram léttskýjað N-lands. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.