Handbolti

Seinni bylgjan: Heitustu þjálfarasætin í Olís deild karla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Geirsson og Tómas Þór Þórðarson.
Logi Geirsson og Tómas Þór Þórðarson. Mynd/S2 Sport

Nýjasti liðurinn í Seinni bylgjunni er „Topp fimm listinn“ en boðið var upp á hann í fyrsta sinn í Seinni bylgjunni í gærkvöldi.

Handboltatímabilið hófst í gær með Meistarakeppni HSÍ þar sem Eyjamenn unnu fjórða titilinn á árinu. Eftir leikinn fóru strákarnir í Seinni bylgjunni yfir komandi tímabil og spáðu í spilin.

Tómas Þór Þórðarson og Logi Geirsson fóru líka yfir hver væri í heitasta þjálfarasætinu í byrjun móts en Olís deild karla hefst um komandi helgi.

„Við ætlum að vera með þetta reglulega í vetur og eins oft og við getum,“ sagði Tómas Þór Þórðarson um „Topp fimm listann.“

„Strákarnir koma með sín málefni og ég stend hér og reyni að vera fyndinn. Ýta á einhverja takka og eitthvað. Logi Geirsson fær að byrja,“ sagði Tómas.

Á síðasta tímabili var enginn þjálfari í Olís deild karla látinn taka pokann sinn. Logi skilur ekki af hverju enginn þjálfari var rekinn í fyrra.

„Nema Arnar í Fjölni. Var það ekki bara einhver stuðningsmaður sem lét hann fara og svo kom hann aftur,“ sagði Logi Geirsson í léttum tón.

Fimm þjálfarar voru svo nefndir til leiks í þessum fyrsta „Topp fimm lista“ og hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem farið er yfir það hvaða þjálfarar í Olís-deildinni sitji í heitasta sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.