Handbolti

Fyrsta félagið í átta ár sem vinnur fjóra titla á sama ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eyjamenn með alla fjórar bikarana sem þeir hafa unnið á árinu 2018.
Eyjamenn með alla fjórar bikarana sem þeir hafa unnið á árinu 2018. Mynd/Fésbókin/ÍBV Handbolti

Eyjamenn urðu í gær meistarar meistaranna í handboltanum eftir 30-26 sigur á Fram í í Meistarakeppni HSÍ.

ÍBV-liðið vann þrefalt á síðasta tímabili og hefur því unnið fjóra bikara á árinu 2018.

Þrjá af þessum fjórum titlum vann Eyjaliðið með því að leggja Framara að velli en Safamýrarpiltar þurftu að horfa upp á ÍBV vinna bikarinn, deildarmeistaratitilinn og nú meistarakeppnina.

ÍBV er fyrsta karlaliðið í átta ár sem nær að vinna fjóra titla á sama ári eða síðan Haukarnir náðu þessu árið 2010.

Eyjamenn eru líka stoltir af liðinu sínu inn á fésbókarsíðu sinni: „Flottur leikur hjá strákunum í kvöld og er ÍBV nú handhafi allra HSÍ titla sem eru í boði, frábær árangur.“

Titlar karlaliðs ÍBV á árinu 2018:
Bikarmeistari 10. mars 2018 (eftr 35-27 sigur á Fram í bikaúrslitaleiknum)
Deildarmeistari 21. mars 2018 (eftir 34-33 sigur á Fram í lokaumferðini)
Íslandsmeistari 19. maí 2018 (eftir 28-20 sigur á FH í fjórða leik úrslitanna)
Meistari meistaranna 5. september 2018 (eftir 30-26 sigur á Fram)

Flestir titlar á einu ári frá 2009-2018
(Frá því að úrslitakeppnin var tekin aftur upp)
4 - ÍBV 2018
4 - Haukar 2010
3 - Haukar 2016
3 - Haukar 2014
3 - Haukar 2009
2 - Valur 2017
2 - Haukar 2015
2 - ÍBV 2015
2 - Haukar 2013
2 - ÍR 2012
2 - Haukar 2012
2 - HK 2012
2 - FH 2011
2 - Valur 2009


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.