Handbolti

Seinni bylgjan: Logi þurfti að verja sitt val með kjafti og klóm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jóhann Gunnar hefur enga trú á Tjörva.
Jóhann Gunnar hefur enga trú á Tjörva.

Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru alls ekki sammála um hver væri „leikbreytirinn“ hjá Haukum og Logi Geirsson þurfti að verjast hinum sérfræðingunum fimlega í umræðu um Haukana.

„Hann fékk þetta í gegn,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson augljóslega allt annað en sáttur við valið hjá Loga en Logi valdi Tjörva Þorgeirsson sem leikbreytinn hjá Haukum.

„Ég elska þennan leikmann,“ segir Logi. „Tjörvi hefur verið lykilmaður í öllu hjá þeim lengi. Stýrir spilinu upp á tíu og tekur lykilskot. Sem skytta myndi ég vilja hafa þennan mann við hliðina á mér.“

Jóhann Gunnar óttast að bestu tímar Tjörva í boltanum séu að baki enda verið að glíma við erfið meiðsli síðustu ár.

„Jörð til Loga. Hann hefur varla verið með í 2-3 ár og er 31 árs. Hann spilaði 13 leiki í fyrra og reif liðþófa í úrslitakeppninni. Hann var frábær en ég veit að meiðsli á þessum aldri eru ekkert grín. Ég held hann verði þarna til þess að taka nokkrar mínútur og hjálpa liðinu. Ekki leikbreytir. Ég hefði valið einhvern annan í liðinu,“ segir Jóhann Gunnar.

Sebastían Alexandersson tók svo undir með Jóhanni. Hann óttast líka að Tjörvi muni eiga erfitt uppdráttar.

Sjá má umræðuna hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.