Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Suður-kóreskt fyrirtæki hefur keypt íslenska tölvuleikjaframleiðandann CCP á 46 milljarða króna. CCP gefur út leikinn EVE Online sem hefur notið mikilla vinsælda en gert er ráð fyrir óbreyttum rekstri fyrirtækisins hér á landi. Rætt verður við Tryggva Hjaltason, framleiðanda hjá CCP, í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30.

Einnig verður fjallað um áætlanir Íbúðalánasjóðs um að styrkja og byggja upp leigumarkaðinn á landsbyggðinni með því að nýta þær 300 eignir sem sjóðurinn á úti á landi. Við fjöllum einnig nánar um nýútkomna skýrslu um hvernig efla megi traust til stjórnvalda og þá sérstaklega um tillögu þess efnis að setja heildarlög um vernd uppljóstrara í stjórnsýslunni.

Fjallað verður um sálfræðiaðstoð sem slökkviliðs- og sjúkraflutningsmönnum verður nú boðin á vettvangi, um huldupenna New York Times sem segir frá andspyrnu gegn Bandaríkjaforseta innan Hvíta hússins og við höldum áfram að fjalla um kosningarnar í Svíþjóð næstu helgi.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttatímanum á samtengdum rásum og opinni dagskrá á Stöðv 2 og Bylgjunni kl. 18:30. Hægt er að horfa á fréttirnar með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×