Sport

Potro mætir Djokovic í úrslitum eftir að Nadal hætti vegna meiðsla

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Djokovic fagnar í undanúrslitaeinvíginu
Djokovic fagnar í undanúrslitaeinvíginu Vísir/Getty

Efsti maður heimslistans, Rafael Nadal þurfti að hætta vegna meiðsla í miðjum undanúrslitaeinvígi sínu gegn Juan Martin del Potro á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Potro mætir Djokovic í úrslitaeinvíginu.

Spánverjinn Rafael Nadal þurfti að draga sig úr keppni í undanúrslitaeinvígi gegn góðvini sínum, Argentínumanninum, Juan Martin del Potro.

Potro er því kominn í úrslitaeinvígið á stórmóti í fyrsta sinn síðan 2009, en þá vann hann einmitt bandaríska meistaramótið. Titillinn 2009 er eini stórmeistaratitill Potro til þessa en hann situr í þriðja sæti heimslistans.

Í hinu undanúrslitaeinvíginu mættust Serbinn Novak Djokovic og Japaninn Kei Nishikori.

Fyrirfram var búist við sigri Djokovic en hann hefur haft góð tök á Nishikori. Þetta var í sautjánda sinn sem þeir mættust á tennisvellinum. Fyrir hafði Djokovic unnið Nishikori fjórtán sinnum.

Djokovic vann nokkuð örugglega 3-0 og mætir hann því Potro í úrslitum. Djokovic hefur tvisvar sinnum unnið bandaríska meistaramótið en með sigri í úrslitunum kemst hann upp að hlið bandarísku goðsagnarinnar Peter Sampras yfir fjölda stórmeistaratitila en Sampras vann fjórtán titla á ferli sínum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.