Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 18:29 Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Vísir/Baldur Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“ Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“
Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fleiri fréttir Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Sjá meira
Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00
Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00