Erlent

Myrt af ökumanni eftir að hafa pantað sér far

Andri Eysteinsson skrifar
Ökumaðurinn starfaði fyrir forritið Hitch.
Ökumaðurinn starfaði fyrir forritið Hitch. Vísir/EPA
Kínverska fyrirtækið Didi Chuxing, sem eignaðist rekstur Uber í Kína og starfrækir forrit þar sem fólk getur fengið far hjá fólki sem er á sömu leið, Hitch, hefur lokað fyrir forritið eftir að tvítugri konu var nauðgað og hún myrt af bílstjóra í borginni Wenzhou.

BBC greinir frá því að konan hafi pantað sér far rétt eftir hádegi síðasta föstudag. Samkvæmt lögreglu sendi hún vinkonu sinni skilaboð klukkutíma þar sem hún bað um hjálp. Ekkert spurðist til hennar eftir það.

Lögreglan hefur nú haft upp í hárinu á 27 ára gömlum ökumanni fyrirtækisins sem ber nafnið Zhong en Zhong hefur nú játað að hafa nauðgað og myrt konuna. 

Didi Chuxing segir að ökumaðurinn hafi ekki verið á sakaskrá fyrir atvikið en að kvartanir gegn honum hefðu borist áður. Zhong hafi keyrt farþegum á afskekkta staði og elt þá þegar þeir voru farnir úr bílnum.

Annað atvikið í ár

Þetta er annað atvikið í ár þar sem ung kona er myrt eftir að hafa pantað far með Hitch forriti Didi Chuxing þá í borginni Zhengzhou

Þá var forritinu lokað í eina viku og reynt að koma í veg fyrir að slíkt gæti komið fyrir aftur. Það tókst ekki og hefur forseta og varaforseta Hitch verið sagt upp störfum.

„Atvikið kemur upp um marga galla í forritinu,  fórnarkostnaðurinn var allt of hár“ segir í yfirlýsingu fyrirtækisins sem er stærsta í heimi á sínu sviði hvað varða heildarfjölda fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×