Launin hundraðfölduðust fyrir mistök Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2018 06:28 Þeim fjölgaði hratt, áströlsku dölunum á bankareikningi mannsins. vísir/getty Ástrali fékk óvænt ríflega launahækkun á dögunum. Það þætti alla jafna ekki í frásögur færandi en í tilfelli þessa einstaklings var þó ekki dugnaður og elja sem leiddi til launahækkunarinnar - heldur komma á vitlausum stað. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að Ástralinn hafi átt að fá greitt A$4,921.76, eða um 370 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Mistök hjá bókhöldurum héraðsstjórnarinnar í norðurhluta landsins urðu þó til þess að einstaklingurinn fékk greiddar A$492,176 - sem nemur 37 milljónum króna. Hann fékk því 100-falt hærri laun en til stóð. Endurskoðandi héraðsins kom auga á mistökin, sem hann skrifar á mannleg mistök. Hinn nýríki Ástrali er jafnframt sagður hafa staðist freistinguna og ákveðið að greiða upphæðina til baka. Hann gerði það þó um 4 vikum eftir að honum barst launagreiðslan, en það er sagt tilkomið vegna þess að einstaklingurinn býr á afskekktum stað. Hann hafi því þurft að gera sér ferð í banka til að hægt væri að framkvæma hina háu endurgreiðslu. Héraðsstjórnin er alls sögð hafa ofgreidd laun 743 sinnum á tímabilinu júlí 2017 fram í janúar á þessu ári. Þar af eigi eftir að endurgreiða næstum 80 milljónir króna. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma mikið nemur fjöldinn þó ekki nema 0,2 prósentum allra launagreiðsla sem framkvæmdar eru í héraðinu á ári hverju. Unnið er að því að endurbæta verkferla hjá bókurum héraðsins til að fækka slíkum ofgreiðslum. Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira
Ástrali fékk óvænt ríflega launahækkun á dögunum. Það þætti alla jafna ekki í frásögur færandi en í tilfelli þessa einstaklings var þó ekki dugnaður og elja sem leiddi til launahækkunarinnar - heldur komma á vitlausum stað. Á vef breska ríkisútvarpsins segir að Ástralinn hafi átt að fá greitt A$4,921.76, eða um 370 þúsund íslenskar krónur í mánaðarlaun. Mistök hjá bókhöldurum héraðsstjórnarinnar í norðurhluta landsins urðu þó til þess að einstaklingurinn fékk greiddar A$492,176 - sem nemur 37 milljónum króna. Hann fékk því 100-falt hærri laun en til stóð. Endurskoðandi héraðsins kom auga á mistökin, sem hann skrifar á mannleg mistök. Hinn nýríki Ástrali er jafnframt sagður hafa staðist freistinguna og ákveðið að greiða upphæðina til baka. Hann gerði það þó um 4 vikum eftir að honum barst launagreiðslan, en það er sagt tilkomið vegna þess að einstaklingurinn býr á afskekktum stað. Hann hafi því þurft að gera sér ferð í banka til að hægt væri að framkvæma hina háu endurgreiðslu. Héraðsstjórnin er alls sögð hafa ofgreidd laun 743 sinnum á tímabilinu júlí 2017 fram í janúar á þessu ári. Þar af eigi eftir að endurgreiða næstum 80 milljónir króna. Þrátt fyrir að það kunni að hljóma mikið nemur fjöldinn þó ekki nema 0,2 prósentum allra launagreiðsla sem framkvæmdar eru í héraðinu á ári hverju. Unnið er að því að endurbæta verkferla hjá bókurum héraðsins til að fækka slíkum ofgreiðslum.
Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Fleiri fréttir Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Sjá meira