Hulin Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. ágúst 2018 10:00 Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Trúmál Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Allir eiga að hafa rétt á því að sjá andlit þeirrar persónu sem þeir mæta og standa andspænis. Þannig er hægt að lesa í svipbrigði og túlka þau og átta sig á hvað einstaklingur hefur í hyggju. Þegar einstaklingur hylur andlit sitt sést ekki hver hann er, persónuleiki hans hverfur því svipbrigði hans eru ekki greinanleg. Öðrum er ómögulegt að átta sig á því hver er þarna á ferð. Víða um heim klæðast konur búrkum og í nokkrum löndum hefur þeim nú verið meinað að láta sjá sig á almannafæri í slíkum búningi. Allmargir hafa risið upp og mótmælt banninu með þeim rökum að fólk eigi að fá að klæða sig eins og því sýnist. Það er vissulega rétt en þegar klæðnaður nær til þess að viðkomandi fái að hylja andlit sitt svo einungis sjáist í augun þá er rétt að gera miklar athugasemdir. Sjálfsagt er að fólk hylji andlit sitt á grímuböllum eða öðrum álíka skemmtunum þannig að það þekkist ekki. Annars staðar á slíkt engan veginn að líðast. Það er dapurlegt til þess að vita að til séu menningarheimar þar sem konum er gert skylt að hylja andlit sitt og líkama þannig að einungis sjáist í augun. Með slíkum tilskipunum, hvort sem þær eru settar fram í nafni trúarbragða eða hefða, er verið að gera konur andlitslausar um leið og þær eru einangraðar. Ef einhver hópur ætti að rísa upp og mótmæla slíku harðlega þá eru það femínistar. Það gera blessunarlega fjölmargar þeirra og tala réttilega fyrir búrkubanni í nafni kvenfrelsis. Þetta gera þær þó því miður ekki allar, reyndar er engu líkara en að sumar þeirra hafi ruglast illilega í hugmyndafræðinni. Það er beinlínis súrrealískt að horfa upp á hóp femínista víða um heim styðja hið kúgandi karlveldi sem vill skikka konur til að fela líkama sinn í búrku og hylja andlit sitt. Tilgangur þessara karldurga er að gera konur undirgefnar og einangra þær frá öðrum. Þar hafa þeir náð miklum árangri. Síst hefði verið hægt að reikna með því að femínistar kinkuðu samþykkjandi kolli yfir kúgunarhugmyndum þeirra. Það að siður hafi tíðkast lengi í ákveðnum menningarheimum gerir hann hvorki gildan né góðan. Vilja femínistarnir, sem æsa sig svo yfir búrkubanni, virkilega að litlar stúlkur frjálsar og lífsglaðar séu einn daginn, þegar þær hafa náð kynþroskaaldri, settar í sekk og látnar hylja andlit sitt? Einhverjar þessara stúlkna gætu vissulega vanist því og jafnvel sagt opinberlega að þeim félli þessi klæðnaður í geð – sem er einmitt það sem karlskunkar í nánasta umhverfi þeirra vilja heyra. Þar á bæ er talið æskilegast að ekki sjáist mikið til kvenna og það á heldur ekki að heyrast mikið í þeim. Þær þykja best geymdar þar sem þær eru til friðs. Það er vissulega of mikið af boðum og bönnum í þessum heimi. Búrkubann er þó ekki af hinu illa. Það er einmitt rík ástæða til að styðja það heilshugar.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar