Enski boltinn

Klopp býst við Firmino í fyrsta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp og Firmino í vikunni.
Klopp og Firmino í vikunni. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, er bjartsýnn á það að Roberto Firmino og Trent Alexander-Arnold verði klárir er flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni.

Firmino og Trent snéru til baka til æfinga hjá Liverpool í þessari viku eftir að hafa verið á HM í sumar, Firmino með Brasilíu og Trent með Englandi.

Báðir eru þeir líklegir til þess að spila við Napoli í æfingarleik á laugardaginn og vonast Klopp að þeir verði í góðu standi er liðið mætir West Ham 12. ágúst.

„Það er gott að hafa hann hér. Hann lítur vel út og ef það er möguleiki þá sjáum við til,” sagði Klopp aðspurður út í Firmino og hvort að hann spili á laugardaginn.

„Æfingarnar fyrir útileikmenn eru augljóslega öðruvísi fyrir útileikmenn en markverði en við viljum einnig sjá hann gegn Napoli. Við sjáum til hversu lengi hann spilar.”

„Þegar við byrjum gegn West Ham þá hefur hann æft í tvær vikur eftir að hafa verið í fríi í þrjár vikur. Það ætti að vera möguleiki en við munum sjá til,” sagði Þjóðverjinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×