Engin hætta vegna rafmengunar frá símasendum: Nýlegar mælingar sýna gildi langt undir lágmarks viðmiðum Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júlí 2018 19:53 Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet. Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Sjá meira
Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet.
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Fleiri fréttir Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“