Sport

Gæti orðið fyrsta þýska konan til að vinna Wimbledon í 22 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Angelique Kerber fagnar sigri.
Angelique Kerber fagnar sigri. Vísir/Getty

Þýska tenniskonan Angelique Kerber er komin í úrslit á Wimbledon risamótinu í tennis eftir sigur á hinni lettnesku Jelena Ostapenko í undanúrslitum.

Angelique Kerber vann 6-3 og 6-3 og er nú kominn í úrslitaleik Wimbledon-mótsins í annað skiptið á ferlinum.

Hin þrítuga Angelique Kerber tapaði á móti Serena Williams í úrslitaleiknum árið 2016.

Serena Williams er líklegur mótherji að þessu sinni líka en Serena Williams spilar á móti Julia Gorges í hinum undanúrslitaleiknum.Angelique Kerber fær því tækifæri til að verða fyrsta þýska konan í 22 ár til að vinna risamót Englendinga í Wimbledon en síðasta þýska konan til að vinna á Wimbledon var Steffi Graf árið 1996.

„Ég er ánægð og stolt að vera kominn í annan úrslitaleik á risamóti. Ég mun bara reyna að spila eins og ég gerði í dag og einbeita mér að minni spilamennsku,“ sagði Angelique Kerber.

Ostapenko vann opna franska meistaramótið árið 2017 en hún er níu árum yngri en Kerber. Ostapenko gerði miklu fleiri mistök í dag og fór illa með góð tækifæri til að vinna inn stig.

Angelique Kerber nýtt sér það vel og vann leikinn í tveimur settum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.