Óábyrgt kattarhald Arna Einarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:33 Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar