Óábyrgt kattarhald Arna Einarsdóttir skrifar 14. júní 2018 15:33 Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Á ýmsum gæludýrasíðum má sjá auglýst gæludýr gegn gjaldi, t.d. fór þar naggrís gjarnan fyrir 15 þúsund krónur fyrir nokkrum mánuðum. Kettlingar og kettir fást þar hins vegar allir gefins og jafnvel fylgir þeim eitt og annað sem getur nýst dýrinu. Klárlega er um offjölgun katta að ræða og allir geta fengið sér kött, líka þeir sem ekki tíma að borga neinn dýralæknakostnað. Fólk getur leyft dýrunum sínum að fjölga sér að vild og það þykir líka svo krúttlegt að eiga kettlinga. Kettlingar verða hins vegar fljótt fullorðnir kettir og margir eru þá fljótir að losa sig við þá. Það er gífurlegt ábyrgðarleysi að sleppa út frjósömu gæludýri og ætti að mínu mati ekki að vera neinum leyfilegt hvorki í bæjarfélögum né til sveita. Bændur eru ekki skárri en almenningur þegar kemur að óábyrgu kattarhaldi og fer það reglulega úr böndunum hjá þeim. Eitt sinn heyrði ég bónda stæra sig af því að halda köttunum sínum svöngum svo þeir sinntu starfi sínu, músaveiðunum, betur. Sami bóndi taldi sig ekki þurfa að gelda læður sínar því þegar þær gytu fleiri kettlingum en hann kæmi út, tæki hann fram byssuna. Er það löglegt? Að minnsta kosti ekki siðlegt og svo gjörsamlega ónauðsynlegt ef læðurnar væru bara geldar. Annar bóndi vildi viðhalda stofni sínum. Við tölum ekki um sérstaka stofna katta til sveita á Íslandi. Þar eru húskettir og af húsköttum á alltaf eftir að vera nóg. Bæjarfélög gera mörg hver reglulegar rassíur þar sem kettir eru veiddir í tugatali og þeir aflífaðir, þar á meðal kettlingafullar læður og læður með kettlinga. Finnst okkur það smekkleg vinnubrögð árið 2018? Er ekki löngu kominn tími til að Íslendingar um allt land, bæði í bæjarfélögum og til sveita, fari að hysja upp um sig buxurnar og hætta að lifa eins og fáfróð illmenni og fautar og beri virðingu fyrir lífi annarra en þeirra eigin? Á landinu starfa bæði einstaklingar og samtök við gríðarlega gott sjálfboðaliðastarf gegn offjölgun katta en fólk um allt land kemst upp með að vinna beinlínis gegn þeirra starfi með einskærri heimsku.Höfundur er líffræðingur og framhaldsskólakennari.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar