Handbolti

Gísli fékk símtal frá pabba í hálfleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gísli spjallar við föður sinn.
Gísli spjallar við föður sinn.
Það vakti athygli í leik ÍBV og FH í gær að Kristján Arason, faðir Gísla Þorgeirs, leikmanns FH, skildi hringja í son sinn í hálfleiknum. Skal svo sem engan undra að faðirinn hafi viljað heyra í syninum eftir það sem hafði gengið á.

Gísli hafði meiðst illa um miðja fyrri hálfleik en hann fékk þá meðal annars þungt höfuðhögg. Hann meiddist líka á öxlinni er Eyjamaðurinn Andri Heimir Friðriksson lagðist harkalega ofan á hann.

Leikstjórnandinn ungi var að hita upp í hálfleik og að gera sig líklegan til þess að spila í síðari hálfleik. Hann tjáði Svövu Kristínu Gretarsdóttur í leikhléinu að hann ætlaði sér að spila en það varð síðan ekkert úr því. Mátti líka sjá að hann gat vart kastað boltanum vegna verkja í öxlinni.

Sjá má Gísla í símanum og umræðuna um brotið grófa hjá Seinni bylgjunni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Segja Gísla hafa orðið fyrir grófri líkamsárás

Handknattleiksdeild FH gaf í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem þeir saka Andra Heimi, leikmann ÍBV, um grófa líkamasárás. Gísli Þorgeir, leikmaður FH, kom illa undan samstuði við Andra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×