Halldór Jóhann: Vonandi er þetta ekki heilahristingur Gabríel Sighvatsson skrifar 17. maí 2018 21:45 Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. vísir/skjáskot Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, var svekktur með úrslitin og leik sinna manna í kvöld, en liðið tapaði fyrir ÍBV, 29-22. ÍBV komst þar með 2-1 yfir í einvíginu og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á laugardaginn. „Í fyrsta lagi vorum við bara ekki nógu góðir, það er ástæðan fyrir að við töpum með 7 mörkum, leikurinn fjaraði svolítið út í lokin eins og gengur og gerist, en mér fannst að þegar við vorum að ná að skora, þá var engin markvarsla.“ „Við skiptum Birki (Fannari Bragasyni, markmanni FH) af velli í hálfleik, því hann var að drepast í hnénu en neyddumst til að skipta honum aftur inn á, því Gústi (Ágúst Elí Björgvinsson) klukkaði ekki bolta. Hann kemur inn með smá kraft en við erum að gera of mikið af feilum og þetta var bara ekki okkar dagur í dag, það verður að segjast eins og er.“ FH lenti undir snemma leiks og þeir náðu aldrei að koma almennilega til baka eftir það. „Það er alltaf aftur snúið, þetta er ekki þannig en það hafa verið miklar sveiflur í þessu einvígi milli atvika og milli hluta af leiknum. Fyrst og fremst vorum við aldrei líklegir til að ná einhverju meiru út úr þessu, við vorum alltaf að elta, við förum í þrjú mörk, förum aftur upp í 5 mörk og hefðum þurft að koma þessu niður í eitt, tvö mörk og setja aðeins meiri pressu á þá og þá hefði kannski komið aðeins meira líf í okkar.“ „Ég er mjög svekktur með hvernig við byrjuðum leikinn og hvernig við bregðumst við því. Það er ótrúlegt að við vorum bara að tapa með 3 mörkum í hálfleik miðað við hvað við vorum slakir.“ Halldór var aðeins búinn að róa sig eftir leik og fór öðrum orðum um brot Andra Heimis á Gísla Þorgeiri. „Ég held að það sé bara slys, ég trúi engum leikmönnum það að ætla að slasa neinn og ég held að þetta hafi bara verið slys en afleiðing brots er svakaleg þarna og í ljósi þess að þeir gefa refsingu, þá hefði ég auðvitað viljað sjá rautt spjald en ég held að þeir hafi bara ekki séð þetta nógu vel til þess að geta gert það. Það er auðvitað slæmt en fyrst og fremst er þetta bara slys og við og aðallega Gísli betum skaða af því sem er hrikalegt og við tókum enga sénsa með að spila honum aftur.“ Hann sagðist vera sammála Arnari Péturssyni, þjálfara ÍBV að þetta hefði verið slys. „Ég var alveg sammála því. Ég held að þetta sé ekki rétt að ætla að fá mig í eitthvað orðastríð með Arnar um það, ég sagði við hann að þetta væri stríð en það hefði hinsvegar alltaf átt að refsa þessu með rauðu spjaldi, það er annað mál. Menn voru að spila handbolta og slysin geta auðvitað orðið en þegar er verið að taka upp afleiðingu brots og við erum með mikla höfuðáverka en dómararnir sáu þetta ekki og við treystum þeim bara fyrir því líka en þarna fór stórt atriði framhjá þeim og auðvitað slæmt fyrir okkur að missa Gísla.“ Gísli slasaðist við þetta. „Hann er náttúrulega með höfuðáverka, við þurfum að skoða hvernig það er og vonandi er þetta ekki heilahristingur og við getum teflt honum fram á laugardaginn, það er staða sem verður tekin á morgun.“ „Auðvitað er virkilega stórt að missa hann fyrir fjórða leikinn og svo erum við líka með Ása (Ásbjörn Friðriksson) meiddan. Þetta eru þeir sem hafa verið með mjög margar mínútur fyrir okkur í vetur og það er mjög slæmt að missa þá á þessum lokametrum á mótinu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 29-22 │ÍBV einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum ÍBV er komið 2-1 yfir í úrslitaeinvíginu en þrjá sigra þarf til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn. 17. maí 2018 21:00