Jarðböðin við Mývatn metin á 4,5 milljarða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 2. maí 2018 06:00 Jarðböðin í Mývatnssveit laða til sín þúsundir gesta á hverju ári. Vísir/Vilhelm Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 4,5 milljarða króna og jókst virði þeirra um 1,3 milljarða eða ríflega 40 prósent í fyrra. Til samanburðar var baðstaðurinn metinn á um 900 milljónir í lok árs 2014. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna, sem voru opnuð í júní árið 2004, má lesa úr nýjum ársreikningi KEA, meirihlutaeiganda fjárfestingafélagsins Tækifæris sem er stærsti hluthafi baðstaðarins með um 40,6 prósenta hlut. Umræddur hlutur var metinn á 1.827 milljónir króna í lok síðasta árs í bókum KEA borið saman við 1.282 milljónir í árslok 2016. Um 220 þúsund manns heimsóttu Jarðböðin í fyrra og hafa gestirnir aldrei verið fleiri. Gestirnir voru rúmlega 200 þúsund árið 2016 og um 150 þúsund árið 2015. Gert er ráð fyrir um fimm prósenta fjölgun í ár. Eignarhlutur Tækifæris í Jarðböðunum er langverðmætasta eign fjárfestingafélagsins.Sem kunnugt er seldi Akureyrarbær 15 prósenta hlut í Tækifæri í janúar árið 2016 fyrir 116 milljónir króna en miðað við bókfært virði baðstaðarins í lok síðasta árs er sá hlutur nú metinn á ríflega 270 milljónir. Sala bæjarfélagsins sætti töluverðri gagnrýni og hélt Sigurður Guðmundsson, kaupmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi, því til að mynda fram að bæjarfulltrúar hefðu verið blekktir.Sjá einnig: Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Forsvarsmenn KEA, sem keypti hlutinn af bænum, vísuðu því á bug. Jarðböðin voru rekin með 303 milljóna króna hagnaði árið 2016 samanborið við 196 milljónir árið 2015. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Heildarvelta baðstaðarins var 725 milljónir króna árið 2016 og jókst um 33 prósent á milli ára. Greiddu gestir þá alls 581 milljón í aðgangseyri. Fjárfestingafélagið Tækifæri er sem fyrr segir stærsti hluthafi Jarðbaðanna með 40,6 prósenta hlut. Félag í eigu Bláa lónsins á tæplega fjórðungshlut en aðrir hluthafar eru meðal annars Landsvirkjun, Landeigendur Voga ehf. og Skútustaðahreppur en hreppurinn ákvað ásamt nokkrum hluthöfum að bjóða í janúar til sölu um 6,5 prósenta hlut í félaginu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43 Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00 Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn skila tugmilljóna hagnaði Rekstur Jarðbaðanna í Mývatnssveit skilaði 72 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. 11. október 2013 08:43
Baðstaðirnir þrír rukkuðu tíu milljarða Tekjur Jarðbaðanna við Mývatn námu 725 milljónum króna í fyrra og jukust þær um 33 prósent. Rúmlega 200 þúsund gestir borguðu þar af 581 milljón í aðgangseyri. 12. júlí 2017 07:00
Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Virði Jarðbaðanna við Mývatn nam 3,2 milljörðum króna við síðustu áramót. Bréfin sem Akureyrarbær seldi í Tækifæri á 116 milljónir eru nú metin á yfir 195 milljónir. 11. maí 2017 07:00