Akureyri seldi hlutabréfin en virði Jarðbaðanna rauk upp Haraldur Guðmundsson skrifar 11. maí 2017 07:00 Jarðböðin við Mývatn eru langverðmætasta eign fjárfestingarfélagsins Tækifæris á Akureyri. vísir/auðunn Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Jarðböðin við Mývatn voru um síðustu áramót metin á 3,2 milljarða króna og jókst virði þeirra um 2,3 milljarða á tveimur árum. Óbeinn eignarhlutur Akureyrarbæjar í baðstaðnum, sem hann átti í gegnum rúmlega 15 prósenta hlut í fjárfestingarfélaginu Tækifæri, væri því í dag metinn á 195 milljónir en sveitarfélagið seldi bréfin á 116 milljónir í janúar 2016. Upplýsingar um virði Jarðbaðanna má lesa úr nýjum ársreikningi Tækifæris en fjárfestingarfélagið á 40,6 prósenta hlut í baðstaðnum. Um langverðmætustu eign Tækifæris er að ræða, sem nemur um 94,5 prósentum af bókfærðu verði eigna félagsins, og var hún metin á 348 milljónir árið 2014, 734 milljónir í ársbyrjun 2016, eða einungis nokkrum vikum eftir að Akureyrarbær seldi 15,22 prósenta hlut sinn í Tækifæri, en rétt tæpa 1,3 milljarða um síðustu áramót.Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður Jarðbaðanna.Jarðböðin voru opnuð í júní 2004. Steingrímur Birgisson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir að gestir baðstaðarins hafi verið rúmlega 200 þúsund talsins í fyrra og að um metár hafi verið að ræða. Árið 2015 greiddu 149 þúsund manns aðgangseyri. „Útlitið fyrir sumarið er ágætt og árið byrjar vel. Menn hafa örlitlar áhyggjur af styrkingu krónunnar og að það geti farið að draga saman í þessum ferðamannageira. Síðasta ár var mjög gott og afkoman betri en árið á undan og metfjöldi gesta sem sótti okkur heim,“ segir Steingrímur. „Það eru fram undan heilmiklar breytingar hjá okkur. Við erum að ráðast í miklar fjárfestingar en höfum síðustu ár haldið þeim og útgjöldum í lágmarki og fyrir vikið hefur reksturinn gengið mjög vel. Það á að reisa nýja og stærri aðstöðu enda húsnæðið löngu sprungið og annar ekki eftirspurn. Við gerum ráð fyrir að það verði tilbúið vonandi árið 2019 en þetta er heilmikil fjárfesting sem verður í kringum tvo milljarða.“ Jarðböðin voru rekin með 238 milljóna hagnaði árið 2015 samanborið við 161 milljón árið 2014. Ársreikningi fyrir árið í fyrra hefur ekki verið skilað inn til fyrirtækjaskrár Ríkisskattstjóra. Eignir baðstaðarins voru metnar á 384 milljónir í árslok 2015 en skuldirnar námu einungis 15 milljónum. Jarðböðin voru þá rekin af samnefndu einkahlutafélagi sem rann í fyrra inn í móðurfélagið Baðfélag Mývatnssveitar hf. Sameinað félag heitir Jarðböðin hf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira