Konur í fótbolta eru annars flokks íþróttaiðkendur Margrét Ástvaldsdóttir skrifar 18. apríl 2018 15:26 Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í umgjörð knattspyrnuhreyfingarinnar á Íslandi á sér stað gríðarlegt kynjamisrétti. Þetta sýnir nýleg rannsókn mín á umgjörð og aðbúnaði í knattspyrnufélögum tíu bestu kvennaliðanna hér á landi. Í rannsókninni tók ég viðtöl við fyrirliða tíu bestu kvennaliða árið 2016 og karlaliða í sama liði. Fyrirliði eins kvennaliðs lýsti hvernig umgjörð karlaliðsins væri mun betri en kvennaliðsins. Hún nefndi að þær væru ekki með liðsstjóra á meðan karlaliðið væri með tvo liðsstjóra. Fyrirliði kvennaliðsins sinnti því að úthluta æfingabúnaði til leikmanna, panta búninga, láta leikmenn fá númer og æfingaföt á meðan liðsstjórar karlaliðs sama félags höfðu tvo liðsstjóra í þessu hlutverki. Stuðningurinn sem karlaliðið hlýtur á leikjum er mun meiri, leikir karlaliðsins eru auglýstir meira og kvennaliðið fær ekki börn til að leiða inn á völlinn eins og hefð er fyrir í leikjum karlaliðsins. Einnig nefndi fyrirliði þessa kvennaliðs að þær séu í raun ekki með neinn tengilið við yfirstjórn félagsins, að haldin séu bæði leikmannakynning og styrktarkvöld fyrir karlaliðið, en kvennaliðið fái hvorugt. Þegar haldin er árleg samkoma sem bæði liðin koma að fær karlaliðið 70% hagnaðar í sinn hlut en kvennaliðið aðeins 30%. Fyrirliði annars kvennaliðs segir að meistaraflokkur karla hafi alltaf verið í forgangi hvað varðar æfingatíma bæði á æfingatímabili og keppnistímabili. Karlarnir æfa alltaf á aðalvellinum á meðan kvennaliðið þarf að sætta sig við æfingavöllinn til að geta æft á sómasamlegum tíma. Jafnvel degi fyrir leik, þegar var að jafnaði búið að lofa kvennaliðinu aðalvellinum, þurftu þær samt að víkja ef karlarnir vildu nýta sér völlinn. Í helmingi liðanna í rannsókninni, eða fimm af tíu, var búningsklefi karlanna stærri en kvennaklefinn. Fjögur kvennalið sinntu störfum á meistaraflokksleik karla en ekkert karlalið sinnti störfum á meistaraflokksleik kvenna. Í rannsókninni kom fram að konur þurfa að vinna meira fyrir félagið en karlarnir til að njóta þjónustu þess. Þeir geta því einbeitt sér frekar að æfingum og leikjum. Kvennaliðin fá minni aðgang að sjúkraþjálfara á æfingum og þurfa í meira mæli að sækja sér þjónustu á sjúkraþjálfunarstöð. Karla liðin eru með betri stuðning í kringum liðið þegar kemur að liðsstjórum. Fimm karlalið höfðu tvo liðsstjóra og hin fimm höfðu einn, en á sama tíma voru átta kvennalið með einn liðsstjóra. Þetta eru sláandi dæmi en þau eru samt aðeins brot af því sem kom fram í rannsókninni. Er þetta boðlegt? Nei, þetta er lögbrot. Íslenska ríkið er skuldbundið samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum. Auk þess að hafa undirritað Íþróttasáttmála Evrópu, yfirlýsingu Evrópuráðsins um að ekki megi mismuna á grundvelli kynferðis varðandi aðgang að íþróttaaðstöðu eða íþróttaiðkunar. Aðstöðumunurinn sem karla- og kvennalið búa við er með öllu óboðlegur. Ætlar knattspyrnuhreyfingin að láta þetta misrétti viðgangast? Ætlum við að leyfa ungum stúlkum að alast upp við það að karlkyns vinir þeirra fái betri umgjörð við iðkun sinna áhugamála? Hvaða skilaboð sendir það – og hvernig samfélagi viljum við búa í? Ég skora á öll íþróttafélög, Knattspyrnusamband Íslands og nýkjörinn formann þess, sem lofaði í kosningabaráttu sinni að vinna að jafnrétti kynjanna, að bæta úr þessu og það strax. #jöfnumleikinnHöfundur er félagsfræðingur
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun