Sport

Líflendingar bestir

Telma Tómasson skrifar

Mikil spenna var í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum á föstudagskvöld en stigasöfnun í liðakeppninni var svo jöfn að engan veginn var hægt að spá fyrir um það hvert þeirra myndi fara með hinn eftirsótta liðabikar heim.

Átta lið eru í Meistaradeildinni í hestaíþróttum, fimm knapar í hverju þeirra og keppa þrír í hverri keppnisgrein. Knaparnir safna stigum annars vegar fyrir sig í einstaklingskeppninni og hins vegar í sameiginlegan pott fyrir liðið sitt. Fyrir hefur komið í gegnum árin að eitt lið beri höfuð og herðar yfir öll hin, en svo var ekki í ár, stigasöfnunin gríðarlega jöfn og allt galopið í þeim efnum.

Það var því ómögulega hægt að reikna út fyrr en algerlega á lokametrunum hvað lið hefði farið með sigur af hólmi. Þegar reiknimeistari Deildarinnar hafði farið yfir tölurnar á lokakvöldinu í gær reyndist góður árangur knapanna í Líflandsliðinu hafa skilað þeim mestu í pottinn og brutust út fagnaðarlæti á meðal þeirra þegar niðurstaðan lá fyrir.

Sýnt var beint frá lokakvöldinu í Meistaradeild Cintamani á Stöð 2 sport og má sjá lið Líflands taka við hinum eftirsótta bikar í meðfylgjandi myndskeiði.

Lokastaðan í liðakeppninni:
Lífland 350 stig
Hrímnir/Export hestar 345 stig
Top Reiter 326 stig
Gangmyllan 322 stig
Auðsholtshjáleiga 305,5 stig
Ganghestar/Margrétarhof/Equitec 275 stig
Árbakki/Hestvit/Sumarliðabær 250,5 stig
Oddhóll/Þjóðólfshagi/Efsta-Sel 210 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.