Sport

Árni Björn með ákveðna taktík fyrir keppni

Telma Tómasson skrifar
Árni Björn Pálsson.
Árni Björn Pálsson. Vísir
Árni Björn Pálsson, sigurvegari í gæðingafimi í Meistardeild Cintamani í hestaíþróttum, er þekktur fyrir mikla einbeitingu fyrir keppni.

Sést hann þá gjarnan ganga með hest sinn keppnisbrautina, sjálfur er hann með heyrnartól í eyrunum, lítur þá hvorki til hægri né vinstri eða yrðir á nokkurn mann.

„Ég er með ákveðna taktík á keppnisdegi og mínúturnar áður en ég fer inn á,“ segir hann meðal annars spurður um á hvað hann sé að hlusta.

Hann fer nánar út í taktíkina fyrir keppni, þjálfun hesta, reiðmennsku og verðlaunasýningu sína í gæðingafiminni á Flaumi frá Sólvangi í áhugaverðum samantektarþætti á Stöð 2 sport klukkan 21:10 í kvöld, fimmtudag.

Er gæðingafimi geimvísindi?

Afreksknaparnir Hulda Gústafsdóttir og Olil Amble eru einnig gestir í þættinum, en þær rýna í einstaka sýningu portúgalska reiðlistamannsins Julio Borba, greina einstakar æfingar og hugleiða framtíð og þróun gæðingafiminnar sem keppnisgrein.

„Nei, gæðingafimi er engin geimvísindi og fimiæfingarnar ekki heldur, en þær eru hins vegar grunnurinn að öllu sem við erum að vinna með,“ segir Hulda meðal annars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×