Sport

Annie Mist öflugasta dóttirin í nótt

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Annie Mist lyfti og lyfti og stóð að lokum uppi sem sigurvegari.
Annie Mist lyfti og lyfti og stóð að lokum uppi sem sigurvegari. Skjáskot
Annie Mist Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í nótt þegar fimmta æfingaröðin svokallaða, sem er undanfari heimsleikanna í CrossFit, var kynnt í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum CrossFit Reykjavík. Hún gerði sér jafnframt lítið fyrir og setti heimsmet í greininni.

Mótherjar voru engir aukvisar því Annie atti kappi við engar aðrar en Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur. Þetta er í fyrsta sinn sem undanfaraæfingar fyrir heimsleikanna eru kynntar í Evrópu og þykir útsendingin frá Reykjavík enn ein staðfestingin á sterkri stöðu íslenskra keppenda í hreystileikunum.

Æfingin í nótt einkenndist af upphífingum og lyftingum þar sem keppendur þurftu að ná sem flestum endurtekningum og umferðum á sjö mínútum.

Annie Mist náði 178 endurtekningum og kom þar rétt á undan Katrínu Tönju, sem náði 176. Sara var ekki langt undan og gat gengið sátt frá borði með 171 endurtekningu.

Útsendingu gærkvöldsins má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×