Val endurspeglar sjálfsmynd Sigurður Hannesson skrifar 28. mars 2018 07:00 Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Takist það verkefni að rækta orðspor Íslands enn frekar mun það skila sér í aukinni eftirspurn eftir íslenskri náttúru, vörum og þjónustu. Þar með verða til aukin verðmæti sem skila sér í auknum lífsgæðum landsmanna. Orðspor má meðal annars rækta með því að framleiða gæði og þar ættu Íslendingar að standa vel að vígi. Það er ekki nóg að aðrir hafi áhuga á þessum íslensku gæðum heldur þurfa heimamenn að sækjast eftir þeim líka. Hið opinbera ræður miklu um hvernig til tekst og hljóta ráðamenn að vinna að þessu.Ræktum orðspor Ráðherrar voru nýverið spurðir að því hversu hátt hlutfall íslenskra matvæla væri í innkaupum ráðuneytisins. Þessi fyrirspurn þingmanns er áhugaverð því að grunni til snýst hún um vitund ráðamanna um að velja íslenskar vörur. Svörin komu ekki á óvart en heilt yfir leitast ráðuneytin við að velja íslensk matvæli. Þetta er jákvætt því þannig er orðspor landsins ræktað og verðmætasköpun aukin með jákvæðum áhrifum á lífsgæði landsmanna. Hljóð og mynd Kanslari Þýskalands myndi ekki aka um á bandarískum bíl heldur kæmu þýskir bílar aðeins til greina. Í Danmörku prýðir dönsk hönnun opinberar byggingar. Mörg fleiri dæmi mætti taka en myndin er skýr. Þetta val er hluti af sjálfsmynd viðkomandi þjóða. Húsgögn prýða allar byggingar og það á að vera sjálfsagt mál að íslensk húsgögn sjáist í öllum opinberum byggingum, ekki síst þeim sem almenningur á erindi um í einhverjum mæli. Ráðuneytin eru dæmi um það. Á fyrstu þremur mánuðum nýrrar ríkisstjórnar greiddu ráðuneyti um 12 milljónir fyrir húsgögn ef marka má upplýsingar á vefnum opnirreikningar.is. Þar af voru 10 milljónir greiddar fyrir innflutt húsgögn eða 84% af innkaupunum á umræddu tímabili. Á það hefur verið bent að skandinavísk hönnun er áberandi í opinberum byggingum og þannig fara tækifæri til að rækta orðspor Íslands forgörðum. Það er miður og tefur þessa mikilvægu uppbyggingu. Hönnun er samtal Hönnun er að grunni til samtal milli þriggja aðila: hönnuðar, framleiðanda og notanda. Hönnuðir höfða til síbreytilegra þarfa notenda og þurfa að taka mið af hinu mögulega við framleiðslu. Með vali sínu hafa notendur mikil áhrif á hönnun. Framfarir í tækni og framleiðslu auka möguleika á því að láta hönnun verða að veruleika. Það samtal sem hönnun er á að sjálfsögðu að eiga sér stað hér á landi ekki síður en annars staðar. Þetta þurfum við öll að hafa í huga, ekki síst hið opinbera. Kaupum gæði Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 krónum sem eytt er í hagkerfinu. Með réttu vali má því hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu atvinnugreina með tilheyrandi störfum og verðmætasköpun hérlendis. Það skiptir því talsverðu máli hvernig opinberum innkaupum er hagað því þannig má hafa jákvæð áhrif á þróun á markaði. Hið opinbera getur einnig verið drifkraftur nýsköpunar og lagt mikið af mörkum til sjálfbærrar þróunar eins og segir í svari forsætisráðherra við fyrrgreindri fyrirspurn. Einnig er bent á það í svari ráðherrans að með lögum um opinber innkaup sem tóku gildi haustið 2016 sé aukin áhersla á „vistvæn“ innkaup. Þannig er í auknum mæli horft til gæða, umhverfisverndar, t.d. loftslagmála og kolefnisfótspors vöru, félagslegra markmiða og nýsköpunar. Þar standa íslenskir framleiðendur sterkt auk þess að bjóða samkeppnishæf verð. Nýta þarf hvert tækifæri til þess að auka veg íslenskrar framleiðslu og hönnunar og rækta þannig orðspor landsins með tilheyrandi verðmætasköpun.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun