Krabbameinsaðgerð í janúar en gull á ÓL í mars Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. mars 2018 12:00 Mentel-Spee, til vinstri, fagnar hér gullinu sínu í Suður-Kóreu. vísir/getty Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira
Hin hollenska Bibian Mentel-Spee var greind með krabbamein í júlí, fór í aðgerð í janúar en var að vinna gull á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í gær. Ótrúleg saga. Þessi 45 ára gamla kona fékk nefnilega gull í snjóbrettakeppni í PyeongChang í gær aðeins 10 vikum eftir krabbameinsaðgerð. Hún var greind með krabbamein í níunda sinn um ævina síðasta sumar og staðan var ekki góð í kringum áramótin. „Þá var sagt við mig að ég þyrfti að fara strax í aðgerð annars ætti ég á hættu að hálsbrotna og lamast. Þá gat ég heldur ekki verið á brettinu því lítið fall hefði getað lamað mig,“ sagði Mentel-Spee. „Ég fór því í tvær aðgerðir í kringum áramótin og læknirinn sagði við mig eftir þær að hálsinn væri í lagi og ég gæti farið á leikana.“ Hún náði aðeins að undirbúa sig í þrjár vikur fyrir leikana í PyeongChang en það var miklu meira en nóg fyrir þessa mögnuðu íþróttakonu. Mentel-Spee var að undirbúa sig fyrir Vetrarólympíuleika ófatlaðra árið 2002 er æxli fannst í ökkla hennar. Það endaði með því að fóturinn var tekinn af en hún var samt mætt á snjóbretti fjórum mánuðum síðar. Hún vann svo til gullverðlauna á ÓL í Sotsjí árið 2014 og endurtók svo leikinn nú í Suður-Kóreu. Mentel-Spee hefur verið með yfirburði í íþróttinni og hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Sjá meira