Arnar um atburðarás helgarinnar: „Búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál" Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2018 19:01 Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sem mun hætta eftir tímabilið, segir að það hafi margir Eyjamenn gert mistök um helgina og menn sjái eftir því. Mikið hefur gengið á í Eyjum síðan að þeir unnu bikarmeistaratitilinn á laugardag. Aðstoðarþjálfarinn steig til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann liðsins og í gær voru tveir leikmenn liðsins í agabanni fyrir að ganga full geyst fram í fögnuði liðsins um helgina. „Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina, en mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast.” „Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.” Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.” „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.” Allt innslagið má hlusta í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir um bikarmeistaratitilinn, ástæða þess afhverju hann er að hætta og fleira til. Olís-deild karla Tengdar fréttir Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06 Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV sem mun hætta eftir tímabilið, segir að það hafi margir Eyjamenn gert mistök um helgina og menn sjái eftir því. Mikið hefur gengið á í Eyjum síðan að þeir unnu bikarmeistaratitilinn á laugardag. Aðstoðarþjálfarinn steig til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann liðsins og í gær voru tveir leikmenn liðsins í agabanni fyrir að ganga full geyst fram í fögnuði liðsins um helgina. „Það voru margir sem gerðu mistök um helgina og auðvitað varð að bregðast við því. Stjórn og handboltaráð fannst mér taka vel á þessum málum og fara eins vel í gegnum þetta og hægt var,” sagði Arnar í samtali við Akraborgina, en mun Sigurður snúa aftur á hliðarlínuna í vor? „Nei, engin ákvörðun verið tekinn um það. Sigurður Bragason er minn uppeldisfélagi. Hann gerði mistök sem enginn sér meira eftir en hann og við verðum að leyfa tímanum að líða og sjá hvernig málin þróast.” „Theodór, sem er mér einnig afskaplega kær, er að jafna sig. Staðan var ekkert sérstök, en hann er að koma til. Tíminn verður að leiða í ljós hver næstu skref verða og hvernig við tæklum þetta.” Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert voru í agabanni í leiknum í gær, en Arnar segir að þeir eins og fleiri hafi gert mistök. „Eins og fleiri þá gerðu þeir mistök, en það gera allir mistök. Ég held ég þekki engan sem hefur ekki gert nein mistök. Þeir læra að því og eru örugglega búnir að því. Ég á ekki von á neinu öðru en að þeir komi sterkari til baka.” „Þetta er allt að koma. Auðvitað er þetta búið að vera erfitt og það er ekkert leyndarmál. Það þarf enginn að ljúga einhverju öðru, en við erum að sjá ljósið og erum farnir að finna fyrir því aftur að við erum bikarmeistarar og ná stórum titli í hús.” Allt innslagið má hlusta í spilaranum hér að ofan þar sem hann ræðir um bikarmeistaratitilinn, ástæða þess afhverju hann er að hætta og fleira til.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06 Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30 Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46 Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30 Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03 Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Sjá meira
Óvíst hvenær Sigurður snýr aftur | Sigurbergur og Róbert fögnuðu of lengi Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV, snýr aftur á bekkinn hjá liðinu. Hann var sendur í tímabundið leyfi fyrir að ráðast á einn leikmann liðsins. 15. mars 2018 11:06
Erlingur mun taka við ÍBV af Arnari Arnar Pétursson staðfesti við mbl.is í gær að hann myndi hætta að þjálfa karlalið félagsins í lok leiktíðar. Ekki var þó minnst á hver myndi taka við liðinu. Arnar tekur sjálfur þá ákvörðun að stíga frá borði. 15. mars 2018 08:30
Aðstoðarþjálfari ÍBV stígur til hliðar eftir að hafa ráðist á leikmann Sigurður Bragason víkur um óákveðinn frá öllum störfum innan félagsins. 13. mars 2018 10:46
Aðstoðarþjálfari ÍBV gisti fangageymslur eftir bikarfögnuðinn Karlalið ÍBV varð bikarmeistari um helgina. Fögnuðurinn gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig. 12. mars 2018 14:30
Stórstjörnur ÍBV í agabann Sigurbergur Sveinsson og Róbert Aron Hostert, leikmenn nýkrýndra bikarmeistara ÍBV, verða ekki með liðinu í kvöld gegn ÍR í Olís-deild karla ef marka má frétt Morgunblaðsins. 14. mars 2018 17:03